30 ágúst 2007

C'est la vie ce' jour

Þá er það fyrsti dagur í grasekkju ;)

Dagurinn gekk vel... fórum á fætur um 7 í morgun... allir voða ferskir og Heimir yfirgaf svæðið rétt rúmlega það. Það er ansi einmannalegt svona án hans, en ég er stór stelpa og bít því á jaxlinn, enda nóg að gera til að dreyfa huganum. Ragna spurði nokkuð oft um pabba sinn, en sættir sig við að hann er langt í burtu... greyið pabbi.

Börnin ætla greinilega að vinna með mömmu sinni, þar sem að kúturinn er búinn að vera (að vanda reyndar) vær í dag, svaf mikið og gaf mér tíma til að setja í þvottavélar, raða í kommóðuna hans, taka til í eldhúsinu, brjóta saman þvott og fara í sturtu. Nokkuð gott það..svona fyrir hádegi :) Ragna var svo, þrátt fyrir ofurþreytu ótrúlega dugleg... kúkaði tvisvar í klósettið, var reyndar búin að kúka í brókina þegar ég sótti hana á leikskólann :/ og svo eftir að hún kúkaði í klósettið... þá kúkaði hún smá dellu á gólfið hjá ömmu ;) ...en tvisvar fór hann í klósettið. Þetta er allt að koma semsagt :) ...svo þegar við komum heim þá fékk hún að horfa á bangsímon, borðaði banana og smá brauð, og svo orðalaust tannburstuðum við, pissuðum og fórum í rúm þar sem við lásum nokkrar bækur. 20 mín í 8 var hún sofnuð, og prinsinn svaf á meðan :)

Þetta vekur kannski ekki mikinn áhuga, en miðað við hvað ég kveið því að vera ein með þau bæði, að þá gæti þetta ekki byrjað betur.

Það breyttist svo aðeins dvalartíminn hjá Heimi, en hann á að vera í 6 vikur, ekki 4 eins og fyrst var talað um... held að besta leiðin til að höndla þennan tíma, er að taka þetta frá helgi til helgi, að hugsa um 6 vikur er svoldið stór biti ;)

...hvað annað... jú... Niðurstaðan úr heyrnamælingunni... eiginlega fyndin sko... og ekki hægt að lækna... Sko... kallinn minn heyrir víst ekki vissar tíðnir.. t.d. s-hljóð... f-hljóð...og svo framvegis... svo heyrir hann illa í bergmáli... og... haldið ykkur fast... KVENMANNSRADDIR... þannig að nú getur hann sagt með góðri samvisku að hann heyri ekki í konunni sinni... og hafi vottorð upp á það... ekki svosum að það sé eitthvað nýtt að hann heyri ekki í mér... en ég meina kommon...

anyhow...

ég man ekki eftir neinu öðru fréttnæmu...

...þannig að nú horfi ég á Everybody loves raymond... og svo í bælið...

Knús og kossar

Grasekkjan í Gauksrimanum

5 ummæli:

Eduardo Waghorn sagði...

Hey!
Sailing in blogosphere i found your interesting and original blog...
Let me read it with calm,using my translator...
Anyway, I want to send you a warm hug from Chile.
Visit me if you want and send me your comment, even on icelandic, that sounds so sweet:)
Keep blogging

Nafnlaus sagði...

híhí :) þú átt aðdáanda í chile!
en mikið er gott að fyrsti dagur í grasekkju gengur vel!!! þú ert líka ofurkona ;) og bara best að gera eins og alkarnir, taka einn dag í einu :) endalaust fyndið líka með heyrnina hans heimis...greyið! en ég vona að allt gangi rosa vel áfram inga mín! held áfram að hugsa til ykkar!
knús
***

Nafnlaus sagði...

YNDISLEGT að sjá ykkur í gær sæta fjölskylda :) eigið nú góða helgi saman!
knús frá okkur til ykkar!
***

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha...

heyrir ekki kvenmannsraddir...man, ég hló mig máttlausa. Af hverju grunar mig að Herra Bates eigi eftir að nota þetta gegn þér einhvern daginn? ;)

Annars bara strax komin með aðdáanda í öðrum heimsálfum og eiginmaðurinn varla farinn úr húsi;) ha ha ha...

Nafnlaus sagði...

Þú ert hetja Inga mím! Þú ert löngu búin að sanna það og átt eftir að gera það aftur og aftur!! Algjör fyrirmynd :o) Fyrir utan að það er örugglega helmingi verra fyrir Heimi að vera í burtu frá ykkur öllum en fyrir ykkur að missa hann í nokkra daga :D Hann fær ekki einu sinni að vera heima hjá sér!