Fallegi
Litli kallinn minn átti líka mánaðar afmæli í gær, alveg magnað hvað tíminn líður, eins og ég nefni sirka í hverri bloggfærslu, stubburinn dafnar og blómstrar og er hvers manns hugljúfi :) Við erum búin að taka smá rúnta með hann, fórum til Rvk á þriðjudag í seinustu viku. Svo fórum við á Flúðir, að horfa á dráttavélakeppni á laugardag. Sunnudeginum fórum við að Seljalandsfossi í smá heimsókn til mömmu og pabba, sem voru í útilegu. Litlinn svaf svo gott sem allar ferðarnar af sér, rétt vaknaði til að borða :) ...ekki hægt að segja annað en að þetta sé ljúft líf :)
Enn er fólk ótrúlega duglegt að koma í heimsókn :) ...seinast í dag voru það amma og afi hans Heimis, og Olga mamma hans sem litu við. Þar á undan rétt fyrir seinustu helgi komu Allan tengdapabbi og Hafdís tengdamamma, og Sigrún og Snorri komu á föstudagskvöldið og grilluðu með okkur. Ég er ótrúlega stolt og ánægð með vini okkar, og fjölskyldur, hvað allir eru búnir að vera duglegir að koma og kíkja á okkur :)
Það er að koma haust, og ég elska það
Knús og kossar frá okkur
Ingapinga
Litli kallinn minn átti líka mánaðar afmæli í gær, alveg magnað hvað tíminn líður, eins og ég nefni sirka í hverri bloggfærslu, stubburinn dafnar og blómstrar og er hvers manns hugljúfi :) Við erum búin að taka smá rúnta með hann, fórum til Rvk á þriðjudag í seinustu viku. Svo fórum við á Flúðir, að horfa á dráttavélakeppni á laugardag. Sunnudeginum fórum við að Seljalandsfossi í smá heimsókn til mömmu og pabba, sem voru í útilegu. Litlinn svaf svo gott sem allar ferðarnar af sér, rétt vaknaði til að borða :) ...ekki hægt að segja annað en að þetta sé ljúft líf :)
Enn er fólk ótrúlega duglegt að koma í heimsókn :) ...seinast í dag voru það amma og afi hans Heimis, og Olga mamma hans sem litu við. Þar á undan rétt fyrir seinustu helgi komu Allan tengdapabbi og Hafdís tengdamamma, og Sigrún og Snorri komu á föstudagskvöldið og grilluðu með okkur. Ég er ótrúlega stolt og ánægð með vini okkar, og fjölskyldur, hvað allir eru búnir að vera duglegir að koma og kíkja á okkur :)
Það er að koma haust, og ég elska það
Knús og kossar frá okkur
Ingapinga
4 ummæli:
til hamingju með gamla manninn ;) verð að segja að ég hef oft saknað þess að vera ekki nær ykkur, en nú sem aldrei fyrr! við báðar í orlofi með sætu stubbana okkar :)
knús frá okkur til ykkar!!!
p.s sammála með haustið, það er yndi!
***
er alveg til í hitting :)
Sæl sæta
Mánaðargamall ! rosalega er þetta fljótt að líða.. en mikið er hann fallegur :) eins og hinir í þessari fjölskyldu!
´
Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst..
Bestu kveðjur Kiddý og litla baun :) :)
Jæja Inga... hvernig væri bara að þú ásamt Kiddý og bauninni hennar færuð að huga að heimsókn?? Það er sko nóg pláss hjá mér fyrir ykkur öll og fylgihluti stóra sem smáa og vá hvað ég yrði glöð að sjá þig! Gætir litið á þetta sem húsmæðraorlof með frírri gistingu! :o) Ég gæti sýnt þér skólann ;o) Annars kem ég vonandi heim í smá heimsókn í endaðan Október - yrði rosalega glöð að fá svona eins og eitt eða tvö Inguknús til að taka með mér til DK aftur. Það er eitthvað svo lítið af þessum knúsum hérna :o(
Skrifa ummæli