Þá er það seinasti dagurinn í grasekkju...
...verð að viðurkenna að ég held að allir heimilismeðlimir verði fegnir að þetta er afstaðið. Ragna Bjarney er að ég held orðin úrvinda af athyglisleysi og og afskiptaleysi... þó ég reyni nú eins og ég get að sinna henni... en hún þarf bara miklu meira... hún svaf til dæmis í 14 tíma í fyrri nótt... enda er ég bara búin að leyfa henni að vera heima þessa viku... bara hvíla sig og vera í rólegheitum.
Annars hefur þessi tími liðið ótrúlega hratt og gengið mjög vel... svona miðað við væntingar. Börnin hafa verið ótrúlega góð... jafnvel þó Ragna eigi sín grallaramoment, og þau eru ekki færri þessa dagana... því öll athygli sem fæst er vel þegin :/
Við höfum verið ótrúlega framtakssöm þessar helgar sem Heimir hefur komið heim, t.d. seinustu helgi hreinsuðum við allt dótið sem við vorum búin að stafla fyrir utan eldhúsgluggann og komum því fyrir í geymslunni hérna úti... jú og svo kannski aðalfréttirnar... ég er búin að fá þetta líka flott sett í búrið mitt... ísskápur og frystiskápur... bara rugl hvað það er dásamlegt að hafa almennilegt geymslupláss í kæli og frysti... þurftum reyndar að endurskipuleggja búrið... en nú er það suddalega fínt... í helmingi minna hilluplássi... en sama magn sem var...svona um það bil :)
Nú framundan er svo bara mikil vinna hjá bóndanum... þannig að kannski bara verður hann áfram lítið heima... en ég er þó allavega komin í góða þjálfun með stubbana :)
En nú ætla ég aðeins að sinna tveggja ára barninu... svo er það bara RVK í dag og sækja gamla manninn :)
Knús og kossar frá okkur
Ingapinga
3 ummæli:
jej :D
til hamingju með síðasta daginn í grasekkju Inga mín :)
***
Inga mín til hamingju með að öll fjölskyldan er sameinuð á ný:) Vona að Heimir hafi hlotið góðan bata .
Skrifa ummæli