Þá er tölvan komin í hús... eftir u.þ.b. tveggja vikna dauða...
Held að það hafi nú bara verið hollt að vera svona tölvulaus, en alveg merkilegt samt hvað maður verður eitthvað "ótengdur". Hinsvegar les ég greinilega blöðin þegar ég hef ekki netið... og er mun framtakssamari á heimilinu... greinilega mikill tímaþjófur á ferð... :/
Þessar vikur hafa aftur á móti verið ansi skemmtilegar... reyndar búið að vera skítaveður að vanda, en t.d. fengum við gesti í mat um þarseinustu helgi... held að ég hafi ekki skemmt mér eins vel í langan tíma. Seinustu helgi fórum við svo í afmæli hjá Sandholt familíunni...alltaf ljúft að vanda að hitta "börnin" mín og plat-ömmuna og plat-afann ;)
Ég er búin að fara í Ikea fyrir jólin, og ætla helst ekki þangað aftur... ;) enda held ég að ég þurfi þess svo ekki... svona þar sem ég er að fara til USA eftir tæpan mánuð... There I said it... verð að viðurkenna að ég hef voðalega lítið hugsað um þessa ferð, þó ég hlakki mikið til þess... að þá kvíði ég líka svoldið því að fara...
Þannig er að ég er náttúrulega að fara í fyrsta skipti frá litla barninu mínu...(það hljómaði auðveldara að fara þegar ég pantaði...sem var áður en ég átti), svo er ég að fara til Ameríku í 1. skipti, og svo fer Heimir ekki, enda verður hann að vera með börnin... og þetta er stelpuferð þannig að það er ekkert pláss fyrir hann :) Eeeen... þetta er kærkomið húsmæðraorlof með henni Sigrúnu minni... og er bara í 3 nætur...en kem samt heim í raun á fimmta degi.
Planið er að versla jólagjafir, föt á börnin og Heimi... og kannski eitthvað smá handa mér líka... og svo bara hafa það gott, skoða Minneapolis, slaka á, vera bara ég í nokkra daga :)
Næsta helgi fer í að Heimir verður að vinna á laugardag, og á sunnudag er planið að fara í ferðalag á Bifröst,að hitta hana ömmu Hafdísi... ohh verður það gaman :)
Barnauppeldi gengur vel. Ragna Bjarney hreint yndisleg þessa dagana, alveg ótrúlega góð við bróðir sinn, sem er á fullu að þroskast og stækka og er líka alveg yndislegur :)
Ég er alveg að verða alvöru húsmóðir... keypti saumavél... á nú líka saumakassa ;) og nýjar gardínur sem bíða þess að verða faldaðar.... í nýju vélinni ;) ...þegar ég er búin að því...og þar með formlega vígja saumavélina... þá held ég að ég sé komin nálægt því að vera ansi góð :)
Annarss allt nokkurn veginn við það sama...
until next time
over and out :)
7 ummæli:
Það væri svo gaman að vera í alvöru saumaklúbb og sauma með þér:) Mig langar svo að sauma líka:)
Inga Dóra...
þarna talaðiru af þér.. fórstu í IKEA?? ég bý nánast í IKEA það er svo nálægt... en neinei engin í heimsókn.... hóst hóst...
Þú verður að fara að kíkja við, næst þegar þú kemur, annars missir þú af bumbunni og hún af þér ;) og svo hefur Ragna aldrei séð kisa minn... fullt, fullt af ástæðum ;)
love... og stórt knús
Hæ hæ
Styttist í magnaða stelpuferð með tilheyrandi tilhlökkun og kvíða.
Heyri í þér
SÁ
hæ sæta familía :)
gaman að usa ferðinni! þú átt hana svo skilið inga mín, búin að vera svoooo dugleg húsmóðir ;) njóttu þess bara í botn!
og með hitting! já! við söknum ykkar verí mútsjó :) en skólinn er ansi mikið að þvælast fyrir helgunum þessa dagana...verð í prófalestri alla næstu helgi, en sú þarnæsta er t.d laus...sjáum hvað setur! skaftahlíðin mun amk alltaf taka ykkur opnum örmum!
knús knús
***
hæ hæ! SKOÐA Minneapolis!! já einmitt þú gerir þér grein fyrir hvað Mall of America er STÓRT!! og BARA 3 dagar nei Inga mín þú verður bara þar og munt ekki hafa nægan tíma ;) hhehe njóttu þessa bara í botn elskan og mundu eftir þér ... þú átt líka skilið smá fínerí :D
Knús
Hæhæ Gaman að frétta að tölvan hefur lifnað við...hlakka til að hitta ykkur um helgina og fá frekari fréttir af væntanlegu ferðalagi.
oh ameríka...ég öfunda þig big time! trúðu mér, ekkert til að kvíða fyrir...BARA gaman;)
annars væri busy, veika ég alveg til í að fara hittast..eða allavega gera tilraun til þess. ég sé á myndunum af þorgilsi bjarka að það styttist óðfluga í fermingu barnsins.
öss öss. knús knús
harps.
Skrifa ummæli