17 desember 2007

eitt lítið jólablogg...svolítið jólablogg ;)

Mikið ofboðslega er Reykjavík skelfilegur staður á þessum árstíma... ógeðis umferð, allir staðir troðfullir af fólki sem heldur að það eigi heiminn... og tillitsleysi í botni... jólastreytan í algleymi...

En það er sko ekki jólastress á þessu heimili, erum búin svo gott sem að öllu, jólakortin fóru í póst í dag (þessi sem ég ber ekki sjálf út), allar jólagjafirnar í höfn, húsið hreint og skreytt og kallinn kominn í frí :)

Nú er bara eftir að dundur við að pakka gjöfunum inn, og kannski smá bakstur... allavega bananabrauð og sinna börnunum ...jú og útdeila nokkrum pökkum :)

Við litla fjölskyldan ætlum að eyða jólunum í fyrsta skipti ein...þ.e. ekki heima hjá mömmu og pabba í fyrsta skipti :) ...erum ennþá að velta því fyrir okkur hvað við eigum að hafa í matinn, en kengúra kemur sterklega til greina, en við sjáum samt til :)

Við uppgötvuðum fyrstu tönnina hjá unganum í gær... alvöru vopn þar... og notað óspart ;) ...ekki samt ennþá á mig... 7. 9. 13 ;) Börnin voru svo í fyrsta skipti í pössun á laugardagskvöldið, þ.e. við fórum í fyrsta skipti bæði frá þeim.. og að sjálfsögðu gekk það vel, á meðan við hjónakornin skelltum okkur á Geysi í jólahlaðborð voru ma og pa hér heima að passa :)

Annars er ég svo freðin í hausnum... fór ekki að sofa fyrr en 4 í fyrri nótt... eftir að hafa klárað öll jólakort og pakka sem áttu að fara í póst, og eftir að hafa hjálpað jólanum aðeins með skóinn ;) ...ég ætla því að láta þetta duga í bili...

Knús frá mér og afganginum af mér ;)

Inga

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir innlitið í gær sæta fjölskylda...og manninn minn og barnið :) þið eruð svo mikið æði!
LUV
***

Nafnlaus sagði...

Elsku fjölskylda, ég vona að jólin séu búin að vera ykkur góð:) Við hugsum til ykkar og það væri svo gaman að hittast:) Vona að kengúran hafi smakkast vel:) Jólakortaskrif hafa farið eitthvað forgörðum hjá okkur í ár:/

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kvittið á bloggið elsku Inga Dóra! Það er alltof langt síðan ég hef kíkt við hér, en hugsa oft til þín :)

- leiðin mín liggur einhvern tíma á Selfoss ... en svo er greið leið til mín, þú finnur mig í skránni. Ég er eldsnögg að hella upp á kaffi :)
Til hamingju með snáðann -
07.07. er frábær dagur, mín elsta varð 22 ára þann 07.07.07 - hélt upp á afmælið á ættarmóti norður í landi :)

Hittumst heilar vinkona, gangi þér og þínum allt í haginn !

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð elsku vinir og ég þakka kærlega fyrir mig og mína;)

Vonandi hafið þið haft það súper!!
Hátíðar/nýársblogg?

Luv, Harpa

Nafnlaus sagði...

gleðileg jól elsku fjölskylda!
og takk fyrir mánann ;)
knús frá okkur
***

Nafnlaus sagði...

Æjjjjj þið eruð svo sætust. Gleðilegt nýtt ár... við sjáumst fljótlega :o) Knúsingur að vestan