Jæja... kominn tími á ferðablogg :)
Ferðin til Usa var annsi skemmtileg og viðburðarík :)...enda svosum ekki við öðru að búast þegar tveir plebbar eins og við Sigrún erum á ferð...
...ferðin byrjaði á því að við fórum ekki í vélina á keflavíkurvelli fyrr en lokakallið var...en vorum sem betur fer ekki seinastar ;)...en gengum þó rösklega...og vissum ekki alveg hvert við vorum að fara...en það hafðist og við svo lentum 6 og hálfum tíma seinna í Minneapolis... í snjó og kulda!
...Við komumst áfallalaust út úr flugvélinni og náðum í farangurinn okkar. Aftur komumst við nokkuð hnökralaust út úr flugstöðinni... (svona eftir að hafa verið svoldið treg í vegabréfaeftirlitinu) ...þegar kom svo að því að finna leigubíl versnaði aðeins í því... við fundum eitthvað afgreiðsluborð þar sem maðurinn sagði að við færum sko ekki út í þessu veðri og þyrftum að nota brúna til að komast á milli húsa... ok við fundum lyftu en þar var bara hnappur sem átti bara að nota ef eldur væri á svæðinu... ok ...fundum á endanum stiga og komumst yfir. Við náum leigubíl... einhver ótalandi drengur skellti töskunum okkar inn í bíl og við sögðum honum að við þyrftum að komast niður í miðbæ... eitthvað vafðist það nú fyrir honum og eftir tæpan klukkutíma í akstri stigum við...fegnar að vera á lífi.... út úr bílnum fyrir framan hótelið. Ekki nóg með að ferð sem átti að taka 20 mínútur og kosta tæpa 30 dollara....þá kostaði hún 40 dollara... eða 50 dollara eins og mælirinn sýndi... já við fengum að ráða!
En allavega þá vorum við bara fegnar að vera mættar og borguðum fíflinu 40 dollara og tékkuðum okkur inn...
Hótelið er mjög vel staðsett, rétt hjá Target sem er u.þ.b. mesta snilldarbúð sem um getur... það er ALLT ódýrt þar! Enda náði ég strax á sunnudagsmorgni að versla nánast allar jólagjafir og fullt af fötum á börnin mín allt um 30.þús krónur... bara snilld.
Úr Target lá leiðin í Mall of America. Þar vorum við meira og minna næstu tvo daga og ég held ég geti sagt að á mánudagskvöldinu var ég komin með nóg af verslun... hélt ég myndi ekki segja það..en jú... ég eiginlega gat ekki meir ;)
Við vorum orðnar ansi stressaðar á mánudagskvöldinu... bæði út af þyngdum á töskunum okkar... sem voru ansi fullar og svo líka út af tollinum... þar sem við vorum báðar með rúmlega tvöfalt meira en leyfilegt er. Þið geti ekki ímyndað ykkur hvað við vorum fegnar þegar við komumst út fyrir tollafgreiðsluhliðið og fram í flugstöðina. Tollarinn spurði okkur hvað við vorum lengi úti... og hvað við hefðum keypt fyrir mikið... jú eitthvað um 50.þúsund kallinn **hóst** einmitt ;) svo spurði hann bara hvað dýrasta eintakið hafi verið og bauð okkur svo velkomnar heim :)
Ég var svo glöð að koma heim... og knúsa ungana mína sem voru meira en til fyrirmyndar hjá pabba sínum. Kúturinn tók pelann um leið og ég hvarf af svæðinu og mjólkurbirgðirnar pössuðu akkúrat.. bara einn poki eftir :) og hann tók mömmu sinni opnum örmum og ranghvolfdi augunum þegar hann fékk fyrsta sopann eftir að ég kom heim :)
Þetta var semsagt frábær ferð... og erum við að plana aðra að ári... nema þá höfum við "burðardýrin" með (ss kallana). Hinsvegar ætlum við ekki aftur til Minneapolis... ætlum að fara eitthvert þar sem aðeins meira er að skoða og um að vera :)
Læt þessa síbylju duga í bili... nú er bara christmas time... jólaserían komin utaná húsið... og þær eru að detta ein og ein í gluggana :)
Knús og kossar frá mér :)
ingapinga
2 ummæli:
Snilldar færsla hjá þér, gat ekki annað en hlegið yfir þessu, gaman að rifja þetta svona upp, vitleysan sem við lentum í.
Verð reyndar að bæta við þetta. Ingu er það ómögulegt að opna hótelherbergis hurðir, tvisvar vorum við fastar á hótelganginum. Þrátt fyrir að Inga hafi verið komin með ógeð af verslun á mánudagskvöldinu þá var það gleymt á þriðjudeginum og hún hélt áfram að versla hehehe.....
Takk fyrir frábæra og ógleymanlega snilldar ferð í "snjóstormi" í Minneapolis.
Aftur að ári, klárlega.
velkomin heim inga mín :)
gott að ferðin heppnaðist vel!!!
MISS U!
***
Skrifa ummæli