02 janúar 2008

Jólahald

Kannski ég fari aðeins yfir hátíðarhöld á þessu heimili

Jólasveinarnir komu í heimsókn með tilheyrandi hávaða og látum...og óðu inn á blautum stígvélum :/

Þetta voru fyrstu jólin okkar heima hjá okkur...


...og tókst allt einstaklega vel


Við komumst að því að jólatréð okkar er að verða of lítið... en fínt var það :) Ragna Bjarney sá um að tína pakkana undan trénu og vorum við ekki búin fyrr en um hálf ellefu að taka upp. Prinsessan var gríðarlega hamingjusöm með gjafirnar

En kúturinn, sem svaf af sér borðhaldið var hrifnastur af kassanum undan Vans skónum sem Gilsi frændi gaf .

Prinsessan komin í jólafötin á jóladag... við vorum með kósý jól á aðfangadag og því var kjóllinn vígður á jóladag.

Og við fengum líka jólasnjó :)


Fina húsið okkar í jólafötum :)


Jólin voru semsagt hin yndislegustu. Við fengum mikið af góðum gestum, og fórum líka í nokkrar heimsóknir. Svona eiga jólin að vera: Slök og í faðmi vina og fjölskyldu :)

By the way... þá ætluðum við að elda kengúru á aðfangadag, en ákváðum að hafa nautakjöt í staðinn, sem var ofsalega gott, en svo elduðum við kengúruna á milli jóla og nýárs og oh my ...namm hún var hrikalega góð :)

Við þökkum fyrir allar gjafirnar sem við fengum

Kveðja

Inga og co :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æ hvað það er gaman að sjá myndir á síðunni þinni og mikið rosalega hafið þið haft það kósý yfir jólin.

Annars langaði mig bara að segja gleðilegt ár kæra fjölskylda.
Kveðja SÁ