18 febrúar 2008

leiðrétting ;)

Takk fyrir kveðjurnar dömur mínar...en hinsvegar þarf ég að leiðrétta það að ég á ekki brúðkaupsafmæli fyrr en 5 apríl næstkomandi :) ...ég fékk þessa mynd hinsvegar senda frá "fósturmömmu" minni og þar sem þetta er eina digital myndin sem ég á úr brúðkaupinu mínu gat ég ekki sleppt því að deila fegurðinni með ykkur :) ...já ég var einu sinni svona sæt... vona samt að ég verði það einhverntíman aftur...þangað til hangi ég á innri fegurðinni ;) hehehe :)

Af okkur er allt gott :) ...Helgin var glimrandi, vinnuskemmtunin heppnaðist voða vel og vorum við hjónin voða fín. Það var líka voða gott að fá að sofa út...en það er samt alveg merkilegt hvað ég saknaði barnanna minna þegar við vorum komin upp á herbergi ;)

Við tókum svo sunnudaginn með trompi, vorum komin heim á hádegi og fórum svo í bæinn þar sem tvær afmælisveislur biðu :)

Nú svo framundan er loks fundur með námsráðgjafanum á miðvikudag. Þá förum við yfir áhugasviðsprófið og vonandi hjálpar hún mér að skrá mig í nám í haust :)

Nýja lífið gengur mjög vel, við erum búin að vera mjög dugleg í mataræðinu, og nú getur maður loksins farið að fara í göngutúra og þá vonandi fer lýsið að renna :)

Heilsan er lika loksins orðin góð...hjá öllum aðilum...og vonum að það dugi lengur en viku í þetta skiptið ;) 7-9-13...

Læt þetta duga í bili :)

Ings

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Falleg að innan sem og utan...þá og í dag beibí!!!!

Gott að heyra að helgin var góð, þetta hefur pottþétt verið alveg kærkomið. Man hvað það var gaman á Búðum þegar KMH fór í fyrstu næturpössuninni...þrátt fyrir að hafa grátið alla leið uppí Hvalfjörð;) ha ha ha!

Hittumst ASAP. Hvernig líst þér á einhvern tíma í næstu viku...já eða á föstudag. Við mæðgur verðum heima þar sem dagmamman er að fara á námskeið. Let me know babe!

Luv, Harps

Nafnlaus sagði...

mér fannst þetta nú líka eitthvað snemmt... :)
gott hvað gengur vel hjá ykkur inga mín!
knús
***
HMB