Ég hefði betur sleppt því að hrósa heilsufarinu á heimilinu hér í seinustu færslu :/
Núna eru bæði börnin veik. Ég sótti Rögnu Bjarneyju veika á leikskólann, og er heim var komið var hitinn rúmlega 39°c og slappleikinn eftir því.
Í morgun var hún reyndar mun hressari... en þá tók kúturinn við. Hann er með hálsbólgu og hor, og ekki hjálpar það að augntönn í efrigóm er komin í gegn, þannig að hamingjan er ekki mikil.
Staðan í kvöld... RB 39°c hiti og særindi... ÞB áframhaldandi hor og hálsbólga.
ohwell...ekkert við þessu að gera...bara þolinmæðiþolinmæðiþolinmæði
kv
Florence Nightingale ;)
3 ummæli:
Þetta er nú meira pestabælið hjá ykkur góða mín hehe. Er ekki tími að taka upp gömlu góðu ráðin, Wick smurt á hálsinn, sítrónu/hunangs-te, 5 möndlur á dag eiga að styrkja ónæmiskerfið og síðast en ekki síst hvítlaukur,þau lykta ekki vel meðan á þessu stendur en þetta hjálpar,en svo veit maður að þessi litlu grey taka allar pestir sem í boði eru, því miður. Bifrestingarnir
Sendi mínar bestu batakveðjur
SÁ
úff gaman að heyra í þér áðan inga mín og ég sendi batakveðjur á selfish....ekki gaman að þessu!
stefnum á næstu viku darling!
kv. harpa
Skrifa ummæli