06 mars 2008

Barnablogg

Unginn minn sagði svo fallega "mamma" í dag :) ...móðurhjartað tók sirka eitt aukaslag... og hann sagði það svo aftur í vitna viðurvist... svona til að staðfesta frásögn mömmunnar :)

Annars er allt gott að frétta... þori varla að upplýsa heilsustatusinn núna... en allavega þá er unginn kominn með 4 tennur... tvær í neðri góm... og tvær í efri... sitthvora ytri framtönninna :) hehehe vona bara að hann fái ekki mjög seint þessar tvær sem eiga að vera á milli ;)

Það er allt að gerast hjá honum þessa dagana, hann gerði sér lítið fyrir og stóð upp tvo daga í röð um seinustu helgi... reisti sig upp við einn stól og svo tosaði hann sig upp við rúmið hennar Rögnu... ekkert verið að tvínóna neitt við þetta.

Prinsessan tekur líka framförum, en hún var svo hugrökk að á fimmtudagsnóttina seinustu hætti hún með snuddu... og er búin að vera alveg snuddulaus síðan...ekkert vesen.

Það sem maður getur verið stoltur af þessum elskulegu fullkomnu börnum ... það er gott að vera mamma :)

Annars bara skemmtilegheit framundan... 7 ára afmæli á laugardag, Skírn á þarnæsta laugardag... litla Gilsína fær loksins nafn :) 2 glæný börn sem ég ætla að heimsækja sem fyrst :) Og svo styttist í páska :)

Það snjóar og rignir til skiptis... er alveg hætt að pirra mig á þessu... er bara glöð við hvern rigningardropa sem fellur og hvert sólarljós sem skín :)

knúsingur frá okkur
Inga

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

STÓRT knús frá okkur :)
***

Nafnlaus sagði...

Það er nauðsynlegt að segja frá "fullkomnu" börnunum svo að afi og amma sem eru ekki nálægt fái smá fréttir, jéremías hvað mig hlakkar til páskanna þá ætla ég sko að koma í heimsókn
Bifrestingarnir

Nafnlaus sagði...

og hugsaðu þér svo Inga þegar að börnin fara að segja frá fullkomnu mömmunni sinni ;o) Kv. Bergdís

Nafnlaus sagði...

gaman að rekast á ykkur hjúin í gær! :)
***