...og gott var það.
Við byrjuðum helgina á miðvikudagkvöldinu með því að smella okkur í sumarhús rétt við Laugarvatn. Ekki get ég sagt að það hafi verið mjög spennandi, þar sem það var eiginlega ekkert sem virkaði eins og það átti að virka... :/
Fengum þó dásamlega gesti í brjáluðu veðri...og ég segi BRJÁLUÐU veðri... Takk Hjörtur, Guðrún og Bjarki fyrir að bjarga fimmtudeginum fyrir okkur :)
Það rættist samt úr veðrinu en á móti kom að við fengum nokkra... þrjá allt í allt óboðna gesti... jebb við þurftum þrivar sinnum að henda út litlum... en reyndar voða sætum músum. Tvær seinni fengu greinilega fréttir frá fyrstu músinni af gulrótabrauðinu og bananabrauðinu mínu...sem þær átu meira og minna upp til agna :( ...en reyndar er það pínu skoplegt líka ;)
Kristjanan mín og Allinn hennar sáu um að bjarga föstudeginum.... en á laugardagskvöldinu...eftir að við hentum seinustu músinni út, þá ákváðum við að pilla okkur heim...og hafa matarboðið sem var planað á sunnudeginum bara heima... músarlaus...í okkar rúmum og með allt til alls. Jeeesús... það sem ég er ekki með snefil af útilegugeni í mér, þá fannst mér...og afganginum af fjölskyldunni beeeest í heimi að komast heim :)
Páskadagurinn byrjaði dásamlega... fékk morgunmat... og afmælisgjöf í rúmið...svo eftir sturtu var það bara harkan sex að gera heimilið boðlegt gestum... og við afrekuðum hið næstum ómögulega...tókum til, skreyttum, elduðum veislumat og allt klárt fyrir 13.30 þegar veislugestirnir streymdu inn (sem voru reyndar bara systkinin mín og pabbi) ...smellti svo í ítalska ostaköku og heitann rétt... og Heimir sá um vöfflur í "eftirrétt" og allir voru saddir og sælir í lok dags.
Svo mundu ótrúlega margir eftir deginum og sendu mér kveðju... sem sýnir hvað ég hef yndislegt fólk og sérvalið í kringum mig :) ...bara besta fólkið :) ....TAKK TAKK TAKK FYRIR að muna eftir mér... það gleður mig svoo mikið :)
Dagurinn í dag fór svo bara í að njóta þess að vera heima og vera til í faðmi fjölskyldunnar sem er það besta í heimi.
Fæ svo fínafína rúmið mitt á morgun og annars er lítið merkilegt framundan.
Ætla að láta þetta duga í bili
knús frá mér :)
Ings
1 ummæli:
gott að páska/afmælishelgin var góð þrátt fyrir óboðna gesti í sumó ;)
við vorum hjá ykkur í anda!
knús
***
Skrifa ummæli