01 mars 2008

Gærkvöldið...

Var ÆÐI!!!

Við fórum á Argentínu og fengum okkur það sem reyndist vera frábær matur og skelltum okkur svo í Borgarleikhúsið til að sjá Jesus Christ superstar. Við fórum með engar væntingar... og komum út... ja... svona umþað bil svífandi. OHMYGOD... ég hef ekki skemmt mér svona vel í svoooo langann tíma. Verð semsagt að vera ósammála henni Hörpu minni að þetta er meira en frábær sýning. Hún er mjög rokkuð...nokkuð meira að segja þungarokkuð á köflum og ég naut hverrar nótu af henni. Þegar var rólegt uppi á sviði, sem kom ekki oft fyrir þá naut maður þess bara að fylgjast með hljómsveitinni, sem er frábær og lifðu sig svo mikið inn í spilunina! Trommarinn t.d. var tildæmis RUGL!! hann var svo góður :)
Jenni í Brainpolice fór hreinlega á kostum og Krummi var stórgóður líka. Eiginlega voru allir leikararnir mjög góðir :)
Ég álít það að þegar hjartað er farið að slá í takt við bassatrommu... þá eru góðir hlutir í gangi :)

Semsagt var þetta frábært :)

kv
Ein glöð :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe..ok. Sammála þér reyndar með trommarann og innlifunina, bandið og jú Jenna í Brainpolice. Þetta var bara of mikið af hinu góða að mínu mati;)
Gott að þið skemmmtuð ykkur vel darling. Nóg að gera hjá ungum hjónum þessa dagana!
Knús baby.