Voðalega er dauft yfir kommentakerfinu á þessu heimili :/
Það er komin helgi aftur... Homer ekkert að vinna og planið bara að hafa það rólegt og notalegt...að vanda :) ...ætlum reyndar að fá gamla settið og Tinnu og co í mat annaðkvöld... læragrill ;) en annars bara fjölskyldu og barnvæn helgi framundan :)
Það er reyndar mest lítið í fréttum... finnst frábært framtakið hjá vörubílsstjórum... og um leið er frábært að lesa um mótmælin í netheimum... langflestir eru með þessu... en aftur á móti eru líka margir sem eru fylgjandi mótmælum, en skilja ekki af hverju þetta þarf að bitna á almenningi... hahaha svona fáfræði er dásamleg... ætli það gerði mikið gagn ef þeir myndu mótmæla úti í vegakanti...einhversstaðar á fáförnum sveitavegi... held ekki... auðvitað virkar þetta best ef þetta hefur áhrif á sem flesta! (sbr verkföll hjá samgöngufólki í t.d. Frakklandi...þá lamast ALLT samfélagið ef mótmælin/verkföllin heppnast vel). Það vantar alla samstöðu í sjálfselska íslendinga... óþolandi alveg hreint!
Annars gengur "uppgerð" á borðstofusetti vel :) ...borðið er tilbúið, skínandi hvítt og "leðrað" og fyrsti stóllinn er kominn undir efnið... þó ekki alveg tilbúinn :) Skemmtilegt svona... þó að Heimir sjái að mestu um framkvæmdina, þá kem ég með hugmyndir um hvernig er best að gera hlutina...og hjálpa til við fínlegu verkefnin :)
Framkvæmdagleðin á heimilinu er þó alltaf mikil... framundan er lökkun á tölvuskáp sem við fengum... og stofuborðinu... gardínusaumur... skipta út ógeðisrimlagardínunum úr herberginu fyrir nettari ljósar myrkvunarrúllugardínur. Við ætlum svo að færa stofuskápana fram í hol... inn koma tvær langar kommóður, hvítar og fínar :) ...og einn eldhússkápurinn fer á vit feðra sinna fljótlega þegar við hendum honum út og hornskápurinn úr stofunni fer þangað :)
Sumarfríið fer svo í að girða af fína húsið okkar :) ...svona til að börnin fari ekki í ferðalag :) og laga aðeins til á pallinum og í garðinum :)
Vonast svo til að með hækkandi sól fari vinir mínir að dúkka upp í heimsókn af og til... lítið verið af því undanfarnar vikur eitthvað :/
Annars er eitthvað lítið að frétta... að vanda... en engar fréttir eru góðar fréttir :)
Góða helgi góða fólk :)
Ings
6 ummæli:
kvitt kvitt
Styð mótmælendur en þessar aðgerðir þeirra eru fáránlegar...
Með hækkandi sól og próflokum þurfum við að plana hitting
SÁ
Vá mig langar sko að kíkja við:) Guðrún G
Það er naumast að það er mikið í gangi hjá ykkur, kveðja frá Bifresingunum
Knús á ykkur :*
alltaf gaman að lesa bloggið þitt inga mín :)
og mikið verður spennandi að koma í heimsókn næst, þvílík framkvæmdagleði og dugnaður á ykkar bæ!
hér er allt í lamasessi...varla tími til að vaska upp! ég ber fyrir mig endalausum nætur- og kvöldvöktum og verkefnavinnu þar á milli og óli ber því fyrir sig að vera einstæður útivinnandi faðir um þessar mundir! já, það vantar sko ekki afsakanirnar hér ;)
en þó við komum ekki oft yfir heiðina líkamlega þá erum við ósjaldan þar í anda!
knús til ykkar
***
Já ég er mjög ánægð með hvað hjólið mitt notar lítið bensín - gengur aðallega bara fyrir aukakaloríunum mínum :-Þ Styð samt bílstjórana heilshugar og verð nú að segja að mér fannst þetta sniðug auglýsingabrella hjá N1 að ákveða að lækka bensínverðið allt í einu. Þetta er reyndar oft gert hér í DK, við köllum það sunnudagsafsláttinn :o)
Vil annars þakka fyrir afburða gott knús á laugardaginn. Verð nú bara að segja að hjartað mitt var soooldið glaðara eftir að hafa hitt á þig. Finnst að þessir íslensku vinir þínir þurfi nú aldeilis að taka sig á ef ég er búin að það af að hitta á þig 2 á þessu ári (þó síðasta skipti teljist kannski ekki alveg með, ég veit það ekki) en bý samt ekki á landinu! En svona er það - maður kann líklega best að meta vinina þegar maður hefur takmarkaðan aðgang ;o) Svona er maður alltaf að læra!
Skrifa ummæli