17 maí 2008

Verkefnalistinn...

**********************************

  • Bólstra stóla
  • Bora fyrir girðingu, og smíða girðinguna
  • Pússa pallinn upp
  • Bera í allann pallinn
  • Eitra aftur fyrir köngulóm
  • Ganga frá garðinum og bera í girðinguna þegar hún er reddý
  • Skipta um þakskeggið
  • Mála þakskeggið og glugga
  • Klæða stofuloftið
  • Slá lóðina
  • Koma pottinum í gagnið

**************************************************

já þetta er listinn fyrir sumarið... og þarna eru augljóslega ekki þessi daglegu heimilis og uppeldisstörf sem eru fullt starf náttúrulega líka :)

Í ljósi þessa, þá er ég farin í sumarfrí frá bloggi... enda lesendurnir greinilega líka farnir í sumarfrí ...og því lítill tilgangur í annars tilgangslausu blaðri :)

Ætla samt að halda áfram í sumar að setja myndir inn á http://www.ragnabjarney.barnaland.is/

Áhugasamir ættu svo bara að upplifa dásemdir heiðarinnar og sveitanna sem eru hér á leiðinni frá borg óttans, sem og huggulegheitanna við að koma í heimsókn :) ...annars er ég í skránni :)

Hafið það sem allra best í sumar

kv

Inga og co

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh þið eruð svo dugleg:)kær kveðja Guðrún G

Nafnlaus sagði...

Heyrðu draumurinn þýðir að þú óttast að eitthvað komi fyrir Þorgils, engar áhyggjur, allir foreldrar hafa áhyggjur! kv. Guðrún geirs

Nafnlaus sagði...

ertu ekki hætt við bloggpásuna darling! Þessi verkefnalisti setur pressu á okkur hina sem þurfum að taka til hendinni;)

Kv. Harps.

Nafnlaus sagði...

knús á ykkur öll, gott að heyra í þér áðan inga og heyra að allt væri í góðu með selfossfólkið mitt..það er fyrir mestu!

heyrumst fljótlega.

love ya.

harps