Jæja elskurnar mínar.
Nú er alveg orðið ár og dagur síðan ég lét heyra frá mér seinast...
En nú verður breyting á...og nú geta allir fylgst með, hvort sem viðkomandi er staddur á Costa Rica í S-ameríku (eins og hún Ásta mín), eða bara á Grettisgötunni (eins og Gilsi minn og spúsan hans).
Þetta blogg virðist líka vera svoldið skemmtilegra og fjölbreyttara en þetta folk.is...
Fyrir þá sem ekki vita...Then I've got a baby in my belly :o)...sem að sjálfsögðu er bara gleði og hamingja...og jú...Heimir er pabbinn ;o)
Ég er komin rúmlega 16 vikur á leið...og við erum búin að ákveða nöfnin...og nei...við ætlum ekki að deila þeim með ykkur ;o)
Ég er búin að komast að því að it's a wonderful world og ég er umvafin einhverju yndislegasta fólki sem völ er á, hvort sem ég vinn með því, eða það eru vinir mínir eða fjölskylda. Takk fyrir mig.
Á morgun er svo afmæli hjá yndislegustu plat-systkinum mínum...Bertu og Óskari...sem eru að verða skelfilega gömul...:o/
Mamma og pabbi, eru að selja sitt hús og kaupa nýtt...jamms allt að gerast.
Síminn minn er 694-4957 :o)
Þetta dugar í bili...
Ingidór
Engin ummæli:
Skrifa ummæli