Jæja...ég játa það...ég er ekki duglegasti bloggarinn í bænum...:o/
Vinnan er nú heldur betur búin að ráða ríkjum þennan fyrri hluta janúar. Enginn hádegismatur...og heimavinna... en nú sér maður fyrir endann á þessu öllu saman.
Helst í fréttum... prinsessan ryður niður tönnum...komnar fjórar í efri góm, tvær í þann neðri. Svo er hún búin að vera veik síðan á laugardag, hiti og slappleiki. Hélt að það væri einhver fylgifiskur tanntökunnar, en það eru útbrot víst ekki, og því er plönuð ferð á heilsugæsluna á morgun...
Ég gleymdi nú náttúrulega að taka það fram í uppgjöri árs 2005...að ég auðvitað tók bílpróf...sem fyrir utan fjölgun mannkyns, var það markverðasta sem ég gerði á seinasta ári.
Annars er þetta á döfinni:
Janúar: myndataka með prinsessuna, á heitustu ljósmyndastofu bæjarins, brosbörnum.
Kristjanan mín á afmæli
Ingi mágur minn á líka afmæli
Febrúar: Dale Carnegie námskeið
Bumbukrúttið í Grafarvoginum kemur loks í heiminn
Mars: Moi meme á Afmæli :o) ...planið ekki komið mikið lengra en það...
Ég verð að vinna áfram í Hreyfingu, sem er að sjálfsögðu yndislegasti staðurinn til að vinna á...
og já...ekki horfa á "how clean is your house" á meðan þið borðið ...""æl""
En börnin góð...verið góð við hvort annað...ekki segja "á morgun" því tíminn líður skuggalega hratt. Janúar er að verða búinn!
Over and out
Ingidór
2 ummæli:
ég get nú ekki einu sinni horft á "allt í drasli" á meðan ég borða ojoj!
Halló litla Selfoss fjölskyldan okkar ;-)
Loksins erum við að komast í gang hér í norðurárdalnum. Besta kveðja til ykkar allra. Prinsessan er auðvita í stíl við alla fjölskylduna þegar hún gerir eitthvað gerir hún það í hvelli, eins og að taka sem flestar tennur í einu hehe
Skrifa ummæli