Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla :)
Árið sem liðið er var það besta sem ég hef átt.
Það sem stendur upp úr er m.a. það að ég eignaðist fullkomið og yndislegt barn, sem lét þó bíða eftir sér, og kom ekki fyrr en 15 dögum á eftir áætlun. Á sumardaginn fyrsta skírðum við hana og eins og glöggir kannski vita, nú þá heitir hún Ragna Bjarney, og er langt um það besta sem nokkurntímann hefur komið fyrir mig.
Við ákváðum svo í júlí að skella okkur á Selfoss, þannig að Hjaltabakkinn...með glænýuppgerðu baðherbergi, var seldur á uppsprengdu verði, og falleg íbúð á fjórðu hæð keypt í sveitinni. Hefði ekki trúað því, en það er yndislegt með meiru að búa hér, og erum við öll hamingjusöm hérna.
Annars að öðru leiti var þetta frekar viðburðarlítið ár, byrjaði svo aftur að vinna í október, sem var yndislegt, gott að komast aftur á meðal fólks. Prinsessan og pabbin á meðan bara í góðu yfirlæti heima.
Nóg að gera hjá vinum okkar, nokkrar vinkonur áttu börn, aðrir settu í ofninn ;) sum ákváðu að flytja til útlanda, en ákváðu svo að flytja heim :) svo voru útskriftir og margt fleira.
Næsta ár veður svo vonandi eins gott.
Það fæðist barn í febrúar, annað í apríl, það þriðja og fjórða sennilega í maí.
Ég verð 25 ára...nokkuð gott það...í mars
Ég á 3 ára brúðkaupsafmæli...(og 7 ára samveruafmæli)...í apríl
Dóttir mín verður ársgömul...í apríl
Gilsi bróðir verður 30 ára ... í maí
Vonandi náum við að skella okkur erlendis einu sinni á árinu
Jæja...Ég vil þakka fyrir allar kveðjurnar og hamingjuóskirnar á árinu. Megi árið sem kemur fara vel með ykkur. Takk fyrir lesturinn á blogginu mínu
Kv
Inga :o)
2 ummæli:
Hæ hæ og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla og ánægjuleg kynni sem voru nú samt stutt sko en tja jú við þekkjumst nú enn ...
Hafið það ofsalega gott í sveitinni
Knús Hrabba (komin aftur til Seattle og ýkt ánægð með það ;)
i can´t believe u blogged girl;)
en já gott ár sem 2005 var og 2006 verður nú ekki síðra (hlutlaust mat tilfinningasamrar tilvonandi móður;))
takk fyrir að vera til inga mín á síðasta ári, því næsta og öllum sem á eftir koma. það er ómetanlegt að eiga vinkonu eins og þig og ragna bjarney...já hún er sæt! ;)
Hlakka til að sjá þig og ykkur öll fljótlega.
Knús..Harpus bumbos muchos
Skrifa ummæli