16 febrúar 2006

Vikulok

Þá er febrúar langt genginn...

Fjandans kuldabolinn mættur aftur...20 m/s uppá heiði í morgun... en er lætur maður það stoppa sig...neiii. Enda átti ég að mæta á Excel námskeið í morgun kl 8.30, tími 2 af 3. Er að upplifa alveg nýja veröld...sé fram á bjartari daga með smá kunnáttu í excel í farteskinu :)

DC námskeiðið líka byrjað, stór hópur og þetta verður án efa spennandi verkefni.

Annars voru þau Siggi okkar og Sunna spúsan hans að eignast lítinn prins, á sjálfan Valentínusardag, og óskum við þeim innilega til hamingju með þetta allt saman.

Valentínusardagurinn var annars frekar rólegur á þessum bæ...kallinn sótti mig í vinnuna, og við brugðum okkur á Ruby Tuesday (sökum ofurhversdagslegs...allt að flækingslegs klæðnaðs bóndans ;o)) maturinn þar hinsvegar var nú ekki til að hrópa mikið húrra fyrir...hálf bragðlaust, litlaust, og eina grænmetið sem prýddi matinn, voru fölir tómatar skornir í bita...og myglubragðið af þeim var allt annað en kærkomið... þarna stoppuðum við annars frekar stutt, þar sem ég svo eyddi kvöldinu í kennslusal í eigu FL group, vongóð um að klára kvöldið sem betri manneskja :o)

Á morgun er planið að hætta kannski klukkutíma...eða tveim fyrr í vinnunni...eiga smá quality time með manni og barni...allavega barni... og svo er það ungbarnasund...taka 2 kl 18.45.

Helgin lofar svo góðu... Bóndinn verður heima, þar sem hann slasaðist á hendi um seinustu helgi... þannig að ég allavega að sofa út :o) ...svo ef ég er heppin...þá slysast einhver í heimsókn...eeeellska það hreinlega að fá gesti :o)

...já og ef einhver hefur uppskriftina að því að setja linka hér inn...á síðuna...þá væri það vel þegið... mar er svoddan sauður...

knús
Ingapinga

Engin ummæli: