3 dagar frá heimkomu...
vika frá afmæli...
19 dagar í ársafmæli prinsessunnar...
Já þetta er fljótt að gerast
Köben var glimrandi, við versluðum frá okkur allt vit, borðuðum góðan mat og höfðum það einstaklega gott
Dóttirin varð eftir heima hjá Tinnu, og það leit út fyrir að hún saknaði foreldranna bara ekki neitt, hún sofnaði hamingjusöm með foreldraleysið á fimmtudagskvöldið, og var alger engill allan tímann.
Og þó að það hafi verið gott að fá smá frí frá öllu, þá var það hápunktur ferðarinnar að fá hana aftur í fangið
Ég get nú ekki sagt að ég hafi nú samt heillast voða mikið af Kaupmannahöfn, en kannski var maður ekki að spá í því endilega, okkur fannst þjónustan hjá baununum ekki upp á marga fiska, hæg og afskiptalítil, svo fannst okkur umhverfið, allavega þetta allra nánasta sem við sáum, vera frekar skítugt. Það var mikið um framkvæmdir allstaðar, og því fylgdi mikið drasl og skítur, kannski eru þeir að keppast við að klára allar svona framkvæmdir fyrir helsta túristatímabilið...það gæti verið skýringin.
En ferðin var hinsvegar dásamleg, og þessi atriði algjör smáatriði, sem varla var þess virði að ræða, enda fór þetta ekkert í taugarnar á okkur.
Við fórum út að borða öll kvöldin, og stóð þar uppúr ferð á Ástralska veitingastaðinn Reef N' Beef. Þar var allt dásamlegt, þjónustan, maturinn og meira að segja vínið. Helst er frá því að segja að ég smakkaði krókódíl í fyrsta skipti, og Heimir fékk kengúru, og var þetta gríðarlega gott. Skemmtilegt að smakka svona nýtt alltaf. Núna hef ég prófað froska, strút, kengúru og krókódíl
Núna erum við mæðgur heima, daman er nefnilega með einhvern vírus í munninum, og finnur voðalega mikið til. Ætli ég verði ekki heima á morgun líka, svo hún nái nú að jafna sig í rólegheitum.
Annars átti ég semsagt fína afmælishelgi, fékk fullt fallegt, Harpan mín kom með pakka til mín í vinnuna, Kristjanan mín bauð mér út að borða og kom með blóm, Ásta mín kom til mín deginum á undan og við borðuðum saman, Ósk gaf mér 250dkr, Ég fór í klippingu, og svo kom Heimir með eyrnalokka og hring, ekki lítið falleg gjöf það. Svo þegar heim var komið fékk ég sparistell frá mömmu og pabba (sem ég var búin að biðja um). Svo núna í gær komu þær Obba og Bertan mín og færðu mér gjöf í tilefni þess að vika var liðin frá afmælinu mínu
Þangað til næst...
Inga og litli munnangri
2 ummæli:
velkomin heim skötuhjú :)
uss það er bara sældar líf á ykkur ;)
Til hamingju með daginn um daginn (alltaf gaman að skrifa þetta) og vonandi verður prinsessan orðin hress fyrir kossaflensið á sínu eigins afmæli ;)
Knús Krunka
Skrifa ummæli