Páskunum var semsagt frestað á þessum bæ, sennilega fram á sunnudaginn næsta. Þá er jafnvel planið að halda upp á eins árs afmæli aðalprinsessunnar, en hún átti ársafmæli á þriðjudaginn var .
Ég vil þakka fyrir ótrúlegar margar kveðjur sem við fengum í tilefni afmælisins. Greinilegt að við eigum marga góða að.
Annars er nú ekki mikið að gerast hér, er bara ennþá að jafna mig, fer nú samt í vinnu á mánudaginn. Árshátíð Hreyfingar var haldin á miðvikudag, og var víst gríðarlega vel heppnað. Ég fer bara næst....svona á meðan maður er heill, eða einsamall (eða eins og Kristjanan mín hafði einhverjar áhyggjur af)
Dale Carnegie námskeiðið að renna sitt lokaskeið...verð að segja að það verður gott að klára, þetta er orðið ágætt af löngum þriðjudögum. Á samt eftir að fara í eins og tvo tíma, sem ég geri núna áður en þetta klárast alveg. Bara tvær vikur eftir
Svo er bara komið sumar...eða kannski meira samt bara vor ennþá, slyddan var allavega að herja á gluggann hjá mér, ekki mikið vor í lofti, en það er samt hlýtt.
Ég bið hinsvegar að heilsa ykkur í bili...ætla að halda áfram að gera ekki neitt...
Knús
Inga-pestapúki
4 ummæli:
uss leiðinlegt að heyra, vonandi ertu nú samt að ná þér vel og hefur þetta bara fyrir veikindapakkann næstu árin ;)
Bið að heilsa í kotið
Hæ, vá hvað er langt síðan við höfumst heyrst og sést...Til hamingju með afmælið og til hamingju með afæmli prinsessunar!
Ég held að við þurfum að fara að hittast...
já, ég segi það sama og síðasti ræðumaður, við hljótum að fara drattast af rassinum okkar og keyra á selfoss, allavega erum við farin að sakna ykkar ;) það kemur að essu!
***
Corvette checkbook
Skrifa ummæli