15 maí 2006

Maraþon helgi

Ég lærði það þessa helgina að það er yndislegt að vakna snemma um helgar... :)

Þessi helgi var annars tekin með trompi, ekki ein klukkustund ónýtt :)

Föstudagskvöldið var tvíbókað...af því að maður er náttúrulega svo bissý allar aðrar helgar... en það var 30 ára afmæli hjá Gilsa gamla bróður mínum...og svo var smá grilldjamm hjá afgreiðslunni. Var stillt það kvöldið...enda langur dagur framundan.

Laugardagurinn byrjaði með fullu húsi af gestum... Tinna og Ingi kíktu í morgunkaffi, mamma og pabbi komu, og svo komu sjaldséðir, Allan og Hafdís :)

Eftir að gestirnir yfirgáfu slotið var haldið í Bláa lónið með Tinnu og Inga...reyna aðeins að nota þetta árskort sem ég á...og alla frímiðana sem ég á ;) Komst svo að því að BL er svaðalegt svona í góðu veðri, en það var algjör steik. Glampandi sól og logn. Við skelltum okkur svo á stælinn...enda allir glorhungraðir eftir sundið :)

Ég stakk krakkana svo af og fór í það sem var kallað "VIP fallega fólksins"...já beauty comes from the inside stendur víst einhversstaðar ;)

Þetta var semsagt grill...og áfengi... og fólkið á svæðinu var útvalið fólk úr Hreyfingu...fólk sem er alltaf í sömu tímunum...og svo vorum við fjórar starfsmenn...skemmtilegustu náttúrulega ;)

Drykkjan byrjaði kl 18 og endaði kl 01. Kvöldið endaði með lúlli heima hjá Kristjönunni minni...sem var ýfið skrautlegri en ég ;)

Sunnudagurinn er svo tekinn snemma...Heimir og múslan komu með morgunmat frá Jóa fel... svo var stefnan tekin á Laugardalinn...húsdýragarðinn og KFC með Valdísi, Gunna, Aroni og Alexander. Við fjölskyldan enduðum svo daginn í stuttri heimsókn í Smáralind.

Við sofnuðum svo kl 19.30...

Næstu helgar verða töluvert rólegri...og hvítvínsglösin ekki fleiri en 4 ;)

Knúsingur
Ingapinga

2 ummæli:

Hrabba og Óli sagði...

vó! það er aldeilis nóg að gera á ykkar bæ :) ekki nema von að þið hafið sofnað snemma eftir herlegheitin ;)
***

Nafnlaus sagði...

takk fyrir helgina sæta mín, skemmtilegt kvöld, gott lúll og góður morgunmatur.. ;) namm...