25 júní 2006

3 vikur í sumarfrí

Ein ágætishelgin á enda...

...hún var reyndar nokkuð viðburðarlítil...svona þar sem litli kroppurinn var ekki upp á sitt besta...

...við fórum samt í eina útskriftarveislu...aldurstakmark 20...en við svindluðum og tókum prinsessuna með...þar sem það var nú einu sinni skáamman sem var að útskrifast út kennó...og við óskum henni að sjálfsögðu innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga.

...Okkur var nú svo reyndar boðið í aðra veislu, en þar sem hún var seinna um kvöldið...og allar barnapíurnar úr bænum...þá komumst við ekki... En Heiða mín fær hamingjuóskir með sína útskrift :o)

...í dag svaf svo snúllan frá 10-14 og var svo sofnuð kl 18.30. Ekki hress...enda ekkert búin að borða...ældi í nótt...og svoleiðis.

...en Sigrún okkar kom loksins í heimsókn... því var grillað...henni til heiðurs.... Löngu tímabær heimsókn... og við þökkum kærlega fyrir okkur... elskum gestakomur :o)

Það stefnir í stuttan vinnudag á m0rgun... svona þar sem við þurfum bæði að vinna, þannig að ég verð fram að hádegi...kem heim og hleypi Heimi í vinnuna.... Ekki það að ég gráti það... kýs frekar að vera heima með sjúklingnum mínum.

Næstu helgi verður líka tekið með ró... Ólafsvík er off...og enginn söknuður í því.... Þannig að við verðum heima...og stefnir í að við fáum heimsókn frá einni "Desperate housewife" sem á fótboltaáhugamann fyrir "eigin"mann... Hlökkum mikið til :o)

og já...svo eru þrjár vikur í sumarfrí... skemmtilegt :o)

knús frá okkur
Ingidór

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jibbí!!! Ertu að meina þetta, er vík Herra Ólafs off? Ef svo er, þá er ég sko mega ánægð húsfrú! Þíð fáið sko pottþétt heimsókn frá tveimur pæjum og jú kannski einum ástmanni, ef hann golfast ekki allan tímann í fjölskyldufríinu;)

Ertu búin að láta Selfosstown vita af komu minni? Ég krefst þess að Kaupfélagið verði opið lengur, við fáum lögreglufylgd um göturnar,ísbúðir selji ókeypis ís og sólin skíni ALLAN tímann á meðan á dvöl minni stendur;)

Verðum í bandi í vikunni (ég er hætt að lofa að ég KOMI á vinnustað yðar;) Kv. Harps

Nafnlaus sagði...

... SELJA ókeypis ís ... hmm ;)

Nafnlaus sagði...

já það er alveg nýjasta nýtt...hahahaha....

kv. harpa orðheppna;)

Nafnlaus sagði...

Einmitt..jújú...en ekki hvað...það verður veisla við Landsbankahúsið...þér til heiðurs... blöðrur gjafir og veitingar...skilst meira að segja að það verði ís... með kaupfélagið...nú þá í fyrsta lagi er það ekki til...og ég verð að játa það að samböndin mín náðu bara opnun í nóatúni til 9...er það nógu gott ;)

já og svo er ég í samningaviðræðum við Hinn mikla um veður... held samt að ég sé "ahead"í þeim málefnum...enda mörg prik í kladdanum sem ég á inni ;)

Við selfossmæðgur hlökkum svakalega til að fá heimsókn frá aðalgellunum :o)

knúsingur
Minns sjálfur