19 júní 2006

Slæpingur og leti

Einn mánudagurinn í viðbót...

...og það styttist í sumarfrí... þetta er það sem heldur í mér lífinu þessa dagana. Það verður bara dúllerí og slæpingur á okkur mæðgum...þar sem líka pabbinn verður lítið í fríi.

Það stefnir í að við tökum smá forskot á fríið...og skellum okkur á Ólafsvík fyrstu helgina í júlí. Þá skilst mér að séu færeyskir dagar...og Heimir á að dyravarðast á einhverju balli. Það fer allt eftir því hvort við fáum íbúð...eða hús...eða eitthvað með þaki... því ég ætla EKKI að vera í tjaldi... no way jose... Það verður nefnilega seint sagt um mig að ég sé útivistar/útilegukona...

Annars var seinasta helgi alveg ágæt... gerðum svo gott sem ekkert...nema bara slaka aðeins á... Við vorum með Brunch á laugardeginum... Ingi og Tinna komu í spæld egg, beikon og pylsur... og ristað brauð. Það var ansi ljúft...og líka hlutur sem maður gerir ALDREI... og maður skilur hvers vegna... Við ákváðum svo að kíkja öll saman á Menam að borða og svo þar sem prinsessan svaf til næstum 6 um kvöldið, þá ákváðum við að taka smá rúnt að Flúðum.... og kíkja á Ma&Pa og Laugu frænku þar sem þau voru búin að parkera húsbílunum...úti í sveit.... og gert var grín að hælaskónum mínum...sem stungust í mosann... það er sem ég segi...ég er ekki útilegukona :/

Sunnudagurinn var líka rólegur...bíllinn þrifinn...heimasætan og pabbinn tóku þriggja tíma blund og svo var bara lagt í pizzu í Hellubakkanum, allir slakir :o)

Framundan er bara slæpingur... og meiri slæpingur... sumarfrí... og fleira skemmtilegt :o)

knúsingur frá Selfossi...

...já og takk fyrir góð viðbrögð við seinustu færslu :o)... alltaf gaman að sjá hverjir eru að forvitnast :o)

Ings

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já nú ertu líka að standa þig stelpa ... eitthvað annað en ég ;o/
Haldið áfram að hafa það rosa gott .. knús frá Akranesi ... þarna hinu megin við borgina manstu ;)

Hrabba og Óli sagði...

oh, svona helgar eru svo yndislegar :)
***

Nafnlaus sagði...

hljómar ekki illa en hey! þú ert að fara á ólafsvík sömu helgina og ég verð í bústað..snökt,snökt...;(
kv. harpa

Inga sagði...

Já...það augljóslega gengur ekki... Ólafsvík = off

kv
Ings

Nafnlaus sagði...

Ástarkveðjur frá Flórída

XXX

Harpa og co.