11 júlí 2006

Frí frí frí

Ég held að ég hafi aldrei nokkurntímann verið eins desperate á að komast í sumarfrí og nú!

Júní var heila eilífð að líða... en núna er komið að því... það er morgundagurinn, og svo er frí í mánuð.

Planið er svo gott sem ekkert. Ætli maður nýti sér ekki frípassann sinn í Bláa Lónið og í sund, svo verða vinirnir ofsóttir... við Ragna ætlum að reyna að hitta eins marga vini og hægt er og svo ætlum við bara að hafa það náðugt og notalegt, um leið og við tökum íbúðina í gegn, bílinn, förum í göngutúra og margt fleira :)

...HM er svo búið... Zidane endaði ferilinn með stæl...og margir hneikslaðir... Mér persónulega finnst þetta gott hjá honum... Ítaladruslan á að hafa sagt ansi ljótt við hann, en það kemst víst á hreint eftir viku, bíð spennt ;)

...Svo langar mér til útlanda... hafiði heyrt'ann.. ;)

knús
Ingidór

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey frábært, ég er einmitt í frí frá 21.júlí til óráðið..... það væri gaman að hittast með snúllurnar okkar. Kannski við gerum okkur bara ferð suður í sveit ?!?

Verðum alla vega í bandi í fríinu skvís

Kveðja Henný

Nafnlaus sagði...

ætla að vona að "heimsækja vinkonur" includes moi og Kristínu Maríu. Erum alltaf heima og dying to meet some cute girls. Kannski að ég, þú og Henný hittumst og gerum eitthvað skemmtó..hvað segiði um það? ;O

Kv. Harpó

Nafnlaus sagði...

Jahhá... Ferð suður í sveit er náttúrulega alltaf skemmtilegt... og jú hittingur með bumburnar...allar er sko á planinu... :o)

Við erum allavega spenntar :o)

ings

Nafnlaus sagði...

Mér líst rosa vel á það.... alltaf til í tuskið :)

Kveðja Henný