22 júlí 2006

Sumarfrí :)

Þá er rúm vika búin af fríinu, og þetta er búið að vera mesta snilldin :)

Veðrið er búið að vera frábært, þannig að maður er orðinn ansi sællegur :) Svo skemmir það ekki að prinsessan sefur til tíu alla morgna...þannig að maður kvartar ekki undan svefnleysi á þessum bæ :)

Það sem að við erum svo búnar að afreka í fríinu er: 1 bók lesin... Ferð í kringluna...ekki það að við versluðum mikið...enda viðurstyggilega mikið af fólki...og ef eitthvað gengur ekki fyrir mig þá er það Kringlan uppfull af fólki :/... Við erum búin að hitta fólk, vera úti, vera inni, taka til og þvo þvott, grillað, farið í sund og göngutúra og svo bara slæpst og dúllast.

Núna situr prinsessan og horfir á Lilla og félaga... litli apakötturinn ekkert breyst í tuttugu ár eða meira... en þetta finnst henni sko skemmtilegt... ætli manni hafi ekki fundist það líka einu sinni.

Er að spá í næstu viku að fá einhvern/einhverja/r með í göngutúr á Þingvöllum, ef veður leyfir... einhver með?? Maður veðrur að nýta fríið líka í svona smátúra... Heimir fer ekki í frí fyrr en vikuna fyrir verslunarmannahelgi...sem er ekki fyrr en eftir viku þannig að við mæðgur verðum að drepa tímann aðeins :)

Well... best að fara að ryksuga og taka út úr þvottavél :)

Ings

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er sko alveg til í að gera eitthvað skemmtilegt í vikunni enda síðasta frívikan mín.
Kv. SÁ

Nafnlaus sagði...

Sumarfrísknús...

Kveðja frá Hagnaðarfjölskyldu á leið til Flórída;)

Nafnlaus sagði...

ég er sko til í eitthvað skemmtilegt :), allt of langt síðan ég sá ykkur.. knúsi knús