27 ágúst 2006

3 vikur eftir

Sunnudagur á enda... og maður loksins að komast í eðlilegt stand.

Við familían lentum í smá slysi á fimmtudagskvöldið, þar sem eitt fífl svínaði fyrir aðra... Enginn hinsvegar slasaðist, sem er fyrir mestu, en bílarnir eru svoldið messaðir.

Annars eru 3 vikur eftir í vinnunni... Framhaldið er frekar óráðið... en ég er eins róleg í tíðinni og mögulegt er. Er ekki byrjuð að ráði að leyta að vinnu...en eins og ég segi...þá er ég slök...og finn eitthvað við mitt hæfi... Ég á reyndar eftir að sakna vinnunnar og vinanna minna þar rosalega mikið. Eftir þrjú ár þá á maður orðið mikið af góðum vinum... bæði viðskipta"vinum" og samstarfsfélögum. Þetta var langt frá því að vera auðveld ákvörðun að hætta...en samviskan sagði mér að þetta væri málið.

Það er annars allt með kyrrum kjörum á heimilinu... bara vinna og barnauppeldi. Vorum í smá afmælisveislu í dag...en Anna mágkona mín átti afmæli í gær...Til hamingju með það Anna mín :)
Framundan er bara sama og venjulega...fyrir utan að vera að vinna í Reykjavík. Nú verður lögð áhersla á heimilið... svalirnar verða flísalagðar...nýja baðið verður hannað...og byrjum smátt og smátt að versla í það... svo þetta smáa sem þarf til að gera heimilið huggulegt :)

Knús frá okkur öllum :o)

Ingidór

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMG, hræðilegt að heyra með slysið...það er svo mikið af fíflum þarna úti!!! En gott að heyra að allir séu heilir..það er fyrir mestu.

Hlakka annars til að hitta þig í vikunni darling.

Harpa

Nafnlaus sagði...

oh, en leiðinlegt að heyra! maður vill ekki að nokkur sem manni þykir vænt um lendi í svona! gott að þið eruð öll heil...ekki sjálfsagt eftir allar þessar hörmulegu bílslysafréttir út um allt! vona annars að þið hafið það gott og takk fyrir síðast! :)
***