09 ágúst 2006

Ferðalög og flakk

Ætli sé ekki kominn tími á smá update hér á bæ :)

Það styttist í lok sumarfrís og hægt að segja að þetta hafi verið meira en lítið dásamlegur mánuður :)

Við mæðgur erum búnar að vera voðalega aktívar hérna heima... varð ekki eins mikið úr heimsóknum í borginni eins og til stóð, en það bíður betri tíma. Við fengum í staðinn frábært veður, vorum mikið með fjölskyldunni, sváfum út, og slökuðum á.

Framkvæmdagleðin á heimilinu var líka ekki flúin, við settum upp einn viðbótarskáp í svefnherbergið, og skúffur... og því var skipulagið tekið í gegn, í fleiri en einum og fleiri en tveim skápum. Sparileirtauið er komið á sinn stað í skápinn, alveg glampandi fínt og fallegt, og áreiðanlega frelsinu fegið (svona ef leirtau hefði tilfinningar). Ikea var heimsótt, svona í tilefni skipulagsins, enda hvergi betra að fara ef maður er í þeim hugleiðingum.

Kannski það viðburðarmesta, eða kannski fréttnæmasta...já og ótrúlegasta í fríinu var það að við familían ákváðum að skella okkur í útilegu :)... já veit um nokkra sem tóku andköf þegar ég sagði frá þessu...maður hefur jú orðspor sem maður þarf að vernda (svona "er á móti útilegu"orðspori) en við ætluðum að vera kannski bara í eina nótt...mesta lagi tvær nætur, og svo bara bruna heim. Við fórum því á Akureyri á miðvikudag, gistum þar um nóttina (ekki mikil gleði í því reyndar), og eftir smá umhugsun ákváðum við að skella okkur með Tinnu sys og co í Hallormsstað. Þar gistum við í eina nótt... ætluðum að vera tvær en þar sem rúmlega helmingurnn af þeirra familíu var komin með ælupest pökkuðum við saman á föstudagskvöldinu og brunuðum á Eskifjörð í heimsókn til bróður hans Heimis og fjölsk. Það var voða notalegt, vorum í sér húsi alveg, vorum þar tvær nætur í góðu yfirlæti. Sunnudagurinn fór svo í það að bruna heim. Það óumflýjanlega gerðist semsagt, ég fór hringferð um landið í fyrsta skipti (svona svo ég muni til, fór víst einhverntímann sem smákrakki...en það telst ekki alveg með). Ég viðurkenni það fúslega að þetta var mjög skemmtileg ferð, enda skiptir greinilega miklu máli að vera í góðum félagsskap og góðu veðri. Stubbalína kunni mjög vel við sig í tjaldi, þannig að ég get víst ekki notað það sem afsökun ;) Kannski maður fari bara í fleiri en eina útilegu næsta sumar, kannski orðið svoldið seint fyrir aðra útilegu núna...

Heimir minn átti afmæli í gær og kíktum við af því tilefni í bæinn, fórum í Ikea, byko og á Hornið að borða. Ég gaf honum Adidas/goodyear skó... og fékk í kaupbæti aðra sömu tegundar handa mér ;) Við buðum svo Tinnu og co í nachosmat og svo var strákabíó á Pirates o.t.C. Við stelpurnar dunduðum okkur við ekta konustuff...uppvask, og gafrað í uppskriftum...

Svo er það vinna á mánudag, og segi nú alveg eins og er að ég er ekki alveg tilbúin til að fara aftur að vinna, gæti alveg hugsað mér að vera heimavinnandi húsmóðir í smátíma... kannski rætist það fljótlega ;)

Þannig að... Henný og Harpa... eigum við ekki að festa hitting með snúllurnar þegar eyðsluklóin kemur heim frá USA??

Sigrún mín :) Kannski að við verðum bara í bandi þannig að það líði ekki aftur heill vetur án samskipta...??

Óli og bumbulína...löngu kominn tími á hitting!

og svo allir hinir...þið vitið hvar ég á heima :)

Læt þetta duga í bili :)

Ingidór

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hjartanlega sammála :)

Nafnlaus sagði...

hæhæ.:D
loksins úin að fatta hvernig maður á að kommenta..:S hehe..ókei fattapi ekki að íta á other..:S kannski tími til að skólinn byrji bara aftur..:S:S:D
en já flott blogg..:D og sendi afmæliskveður til Heimirs..:D orðið pínu seint.::S en þú veist hvernig við erum..:S alltaf á seinustu stundu..:D
en við sjáumst.:D
síja..:D

Nafnlaus sagði...

Hæ, var að lenda..eyðsluklóin sjálf...með fullar töskur;) En já, ég er til í hitting. Er að fara í sumarpróf nk. föstudag og verð því að læra alla vikuna (var ekki mikið lesið á sundlaugarbakkanum eins og ætlað var;)) en er til í hitting í næstu viku eða hvenær sem er;) Knús knús. Heyrumst.

Kv. Frk Eyðslukló, Herra Eyðslukló og Baby Eyðslukló