Ég verð nú að segja... eins og ég hef nú mikið álit á honum Ómari mínum... þá finnst mér hann nú láta frekar kjánalega með þessa virkjun þarna fyrir austan.
Þetta svæði, sem allir eru núna alveg að tapa sér yfir, það vissi ekki nokkur kjaftur, svo gott sem, hvar var. Kárahnjúkar... Ég hef aldrei komið þangað... Austfirðingurinn sjálfur... (ok... hef svosum ekki ferðast mikið) en enginn sem ég þekki hafði komið þarna áður en ákveðið var að skella virkjun þarna.
Það er talað um að þetta raski öllu dýralífi... en ég veit ekki betur en að dýralíf lagist að breyttum aðstæðum og færi sig þá bara um set.
Mér finnst fólk vera að missa sig í einhverju trendi... jú að sjálfsögðu er rétt að hugsa eitthvað um náttúruvernd, en t.d. Kárahnjúkavirkjun hefur skapað mikla vinnu, álverið í Reyðarfirði líka, og það er í raun að bjarga byggð fyrir austan, því það vantaði ekki mikið upp á að byggð legðist niður á fleiri en einum stað.
Mér finnst fátt leiðinlegra en allt þetta nöldur um Kárahnjúka... og lofa að tala aldrei um þetta aftur!
Kv
Ings í heimavinnu
1 ummæli:
Hæ sæta :)
SAKNA ÞÍN ENDALAUST MIKIÐ..
viltu næst tala um göng til eyja....?? eða flug til eyja...? eða jafnvel einhvað til eyja... ?? það væri skemmtilegt umræðuefni :)
Skrifa ummæli