...eftir þessa helgi hefur aldrei verið eins hreint hér og snyrtilegt :)
Eyddi nefnilega öllum fimmtudeginum í skipulag og þrif... og eyddi svo aftur öllum sunnudeginum í meiri þrif...svona smámunaþrif...gluggar og svoleiðis...
Þið spurjið kannski af hverju... (eða kannski ekki) ...ástæðan fyrir þessu gríðarlega þrif-æði var sú að hingað kom kona á föstudag...til að skoða íbúðina... og svo fékk hún að koma aftur á sunnudag...með manninum sínum.
Þessi íbúð virðist verða svo auðveld í sölu....að við þurfum greinilega ekki að setja hana á sölu til að fólk sýni áhuga :) ... fasteignasalinn hringdi í Heimi og spurði hann hvort að hún mætti koma og skoða... and what's the harm in that... :)
Annars er bara alltaf sama gleðin...
Ég fór á VIP Hreyfingar... sem er hittingur hóps viðskiptavina Hreyfingar og örfárra útvalda starfsmanna...og nú greinilega fyrrverandi starfsmanna líka... Það var mjög gaman að hitta marga... aðra minna þó :) ... merkilegt samt hvað það er ekki gaman að vera innan um rúmlega 20 sauðdrukknar persónur.... en eins og ég segi þá var ómetanlegt að hitta þarna nokkra yndislega gullmola...
Heimir var að vinna alla helgina... karlgreyið...aldrei friður fyrir hann... Hann er frekar aumur ennþá eftir slysið... sterk verkjalyf og svefnlyf notuð til að hjálpa honum í gegnum daginn ...með litlum árangri þó.... en hann ber sig samt vel, og bítur á jaxlinn...enda víkingur með meiru.
Svo er að koma vetur... það leynir sér ekki... enda ekki nema von... nóvember handan við hornið... Ég hef alltaf hlakkað til að hafa dimmt snemma... ég elska að geta haft kertaljós og kósý snemma á kvöldin....tala svo ekki um núna þegar maður er svona heima... að hafa dimmt á morgnana...mmmm....lov it... en ég hef hinsvegar líka alltaf fagnað lengingu dagsins á móti... og hlakka alltaf til vors :) ...maður verður jú að hafa eitthvað til að vera spenntur yfir... reyndar aldrei vöntun á því á þessum bæ :)
Svo styttist í jól :) ... er strax byrjuð að viða að mér allskonar dóti sem hægt verður að nota í pakkaskraut...eða jólakort... og ég læt náttúrulega ekki fréttast annað en að ég föndri mín kort sjálf... nógur er víst tíminn núna :) Þeir sem vilja vera memm.... endilega bara... ekki það að auglýsingar á þessari síðu hafi einhverntímann borið árangur :/ ...en maður má alltaf reyna ;)
Planið framundan... heimsóknir og fleira... Reykjavíkurferð á miðvikudag... lunch með Hörpu og litla rassgatinu hennar... sem er náttúrulega bara sæt :)
Ungbarnasund á fimmtudag...tími 2... fyrsti tíminn var hrikalega skemmtilegur :)
Engin vinna hjá Heimi um helgina... vorum búin að ræða jafnvel jólagjafakaup... hver veit :)
Svo bara knúsingur...og ræktun sálar... maður fær aldrei nóg af því ...er það nokkuð :)
Bið að heilsa ykkur í bili...
Ingidór
3 ummæli:
hæ skvís :)
gaman að fylgjast svona með ykkur í gegnum netið! heiðin virðist lengri og lengri eftir því sem á líður meðgönguna :/ gaman líka að gengur vel með íbúðina...mjög spennandi ;)
hafið það sem allra best og ég vona að heimir fari að skána!!!
knús
***
já ok vaá fréttir fréttir fréttir, hvað er í gangi á að fara að flytja eina ferðina enn ... þið eruð óstöðvandi ;)
En já Heimir, hvað gerðist? alvarlegt? óska þér góðs bata kallinn, leiðinlegt að lesa svona fréttir!
Kv. frá London þar sem ég fann lyktina af vetrinum í dag, hún var góð :)
Hvernig get ég ekki verið VIP í Hreyfingu?!
Skrifa ummæli