Við mæðgur erum búnar að vera heima í tvo daga... stubbalína var orðin veik á aðfaranótt mánudags og hún var með 39 stiga hita í allan gærdag við litlar vinsældir...sem betur fer þá svaf hún mikið og kúrði mikið... en svo í dag þá er hún öll önnur...hitalaus... komin með fiðring...vill fara út og byrjuð að frekjast aftur :) ...mamman hinsvegar ekki alveg eins hress... stífluð út úr eyrum og allt sem því fylgir... :(
Við áttum voða góða helgi... playdate-ið féll niður vegna veikinda...þannig að núna finnum við bara annan dag :) ... sunnudagurinn var ljúfur... vorum komin í göngutúr fyrir 11 enda var veðurblíðan þvílík. Við fórum í göngutúr með Einari Breka sem er vinur hennar Rögnu Bjarneyjar og foreldrum hans. Enduðum göngutúrinn á kaffisopa heima hjá þeim og krúttlurnar léku sér í rólegheitum á meðan.
Við skelltum okkur svo í bæinn um 3-leytið... kíktum á útsölulok í NEXT og náðum að fjárfesta í hræódýrum bolum handa Rögnu....og buxum og pilsi handa mér... nokkuð vel sloppið :) ...kíktum á Ömmu gömlu og hittum svo Ástuna mína á Am.Style...kjúklingasalat klikkar ekki ;)
Svo 1 febrúar eignuðust Óli og Hrafnhildur hann litla Mikael Mána, sem er náttúrulega yndislega fallegur...sléttur og fínn og hraustur.
INNILEGA TIL HAMINGJU LITLA FJÖLSKYLDA :o)
Ég læt þetta duga í bili...
Knús og kossar
Ings
2 ummæli:
http://blogg.passagen.se/irishj Hér kemur síðan hennar Írisar.
hey! hvernig var á árshátíðinni?
kv. harpa
Skrifa ummæli