18 febrúar 2007

óútleystur tékki í gleðibank...

HAHA... held að titill færslunnar hér á undan eigi kannski betur við hér...??

Jább... eins og ég sagði þegar ég sá að hann yrði með í keppninni... þá var það rauðhærði töffarinn sem kom sá og sigraði... enda gott lag þar á ferð... ef einhver kemur okkur upp úr forkeppni...þá er það Eiríkur Hauksson... enda sá tékki enn óútleystur ;)

Annars voru nú alveg nokkur lög í keppninni núna sem voru frambærileg... Matti og Heiða stóðu upp úr...á eftir Eiríki... þannig að við skemmtum okkur ágætlega... Regína flott að vanda enda ein hæfileikaríkasta söngkona landsins um þessar mundir :)


Dagurinn í dag var hrikalega næs :) ...við mæðgur lúlluðum til að verða hálf tíu... dúlluðum okkur svo fram yfir hádegi og skelltum okkur svo í göngutúr...enda vor í lofti :) ...tókum Tinnu og skoppu og skrítlu með, droppuðum við í Bónus og héldum svo aftur heim á leið :)

Morgundagurinn fer í að skoða eitt hús... og svo er barnaafmæli hjá honum Degi Inga seinnipartinn á morgun.... nóg að gera.

Krakkarófan mín sagði appesina í dag... og get ekki sagt annað en að ég sé að rifna úr stolti... enda ansi skýrt hjá henni :) ... svo segir hún alltaf lov jú við mann þegar maður er að fara eða segir það við hana af fyrra bragði... algjör mús :)

Heilsan er að batna... kvefið ansi leiðinlegt... en allt að koma... og öll önnur heilsa bara glimrandi :)

Já og Britney spears lítur út eins og fangi... ekki smart...

B.B.Í.B

Knúsingur og kossar
Ingapinga

Engin ummæli: