Helgin liðin...
Þetta var góð helgi... en ansi fljót að líða... eins og þær eru nú flestar...
Byrjaði helgina á því að skella mér með nokkrum leikskólakellum á Menam og fékk mér að borða með þeim...
Laugardagurinn: Við Ragna Bjarney sváfum til 9.30 og fljótlega eftir að við fórum á fætur skelltum við okkur í göngutúr...ansi duglegar :)
Þegar Heimir kláraði svo vinnuna rétt eftir hádegi brunuðum við í höfuðborgina, en við þurftum að versla 3 afmælisgjafir fyrir daginn í dag. Náðum því... og prinsessan ótrúlega þolinmóð...þrátt fyrir að vera ekkert búin að sofa...
Kíktum rétt aðeins í kaffi til Hörpunnar okkar...svona rétt til að knúsa þær mæðgur... enda gríðarlega langt síðan síðast. Heimsóknin klikkaði náttúrulega ekki... litla ljúfan hennar blómstrar og er brosmildur og fallegur krakki :) var voða ánægð að sjá gesti þegar hún vaknaði :)
Elsku mæðgur...já og Haukur... innilega takk fyrir okkur... yndislegt að aðeins að hitta ykkur...loksins :)
Við enduðum svo bæjarferðina á því að hitta Gilsa... borðuðum með honum og drifum okkur svo heim...
Reyndar föttuðum við svo að ég var búin að lofa mér í hitting seinna um kvöldið... þannig að við redduðum barnapíu...sóttum hana...skiluðum henni og barninu heim...komum barninu í rúmið...shine-uðum okkur aðeins og drifum okkur ...aftur til Reykjavíkur :)
Leiðin lá núna á Apótekið en þar voru nokkrir úr viðskiptavinahópi Hreyfingar samankomnir...og get ég ekki sagt annað en að mér hafi hlýnað um hjartarætur við að hitta þetta fólk :) ...þetta endaði með að vera mjög skemmtilegt kvöld...hittum marga... spjölluðum mikið...og umfram allt...komumst aðeins út :) sem er alveg bráðnauðsynlegt af og til...
Sunnudagurinn fór svo í 6 ára afmælisveislu og allt sem því tilheyrir... náðum að kaupa barnabílstól... og náttúrulega Hámark dagsins...og aðalfréttirnar... Prinsessan pissaði í klósettið í dag... get ekki sagt annað en að ég sé að rifna úr stolti :) bleyjulaus í hálftíma...og bað svo sjálf um að fara á klósettið :)
Núna er svo kominn háttatími... enda komin nóg upptalning á atburðum helgarinnar... í mjög stuttu máli... sennilega ekki einusinni skemmtileg lesning... en komið í prent engu að síður...
Hvernig væri svo að fólk tæki sig nú til og kvittaði aðeins... mér hlýnar svo um hjartarætur þegar fólk gefur sér tíma til að bara kvitta fyrir innlitið...eins og ein kær í kommenti hér á undan :) ... so humour me people...
Knús og kossar
Ingapinga
4 ummæli:
Þetta er merkis dagur, eitt skref til viðbótar hjá prinsessunni í þroska. Kveðja frá Bifröst
kvitterí kvitt. takk fyrir komuna á laugardaginn...svoooo gaman að sjá ykkur...LOKSINS;) Þið eruð sæt öll FJÖGUR;)
Kossar og knús..KMH skilar sérstakri kveðju til klósettvinkonu sinnar;)
...já og varðandi símtal okkar í kvöld..u better be telling the truth darling;) ha ha ha...
nokkuð ljóst að ég færi EKKI að skrökva að þér ljúfan...enda sæiru strax í gegnum það :)
Knúsingur ;)
Skrifa ummæli