12 mars 2007

þessir dagar

Ég veit bara ekki hvað verður af tímanum eiginlega...

12 mars er það... styttist í 4 daga borgardvöl... hlakka ekki lítið til...

Á fimmtudaginn fer Heimir í nefaðgerð... karlkvölin... þá ætti nú ýmislegt að verða betra fyrir hann... eftir að kirtlarnir voru teknir úr honum höfum við getað sofið vært...í fyrsta skipti í 8 ár ;) ...hann semsagt hrýtur ekki eftir þá aðgerð... og vonandi fer hann að geta andað með nefinu eftir þessa :)

Er svo búin að skrá mig í bumbusund :) ...byrjar eftir páska...voða spennó... hlakka gríðarlega mikið til :) ...Rope yogað klárast um páskana... erum búin að vera í smá fríi þar sem kennarinn var í köben í næringartherapíu-prófi...... en byrjum aftur á morgun , verður fróðlegt að sjá hvernig hveljan stendur sig núna :)

Annars er allt við að sama... áttum notalega helgi, kíktum á Hafdísi og Allan...pabba hans Heimis og stjúpu á laugardeginum.... og á sunnudeginum kíktum við loksins á Óla og Hrafnhildi og Mikael Mána, sem er óneytanlega yndislega vel heppnaður drengur... og kunni bara nokkuð vel við frænku :) Svo var matur heima hjá mömmu um kvöldið :) Semsagt bara notaleg-heit þessa helgina :)

Well... þrátt fyrir fallega beiðni í færslunni hér á undan... komu ekki mörg komment... so... ég reyni það ekki aftur ;)

Knús og kossar
Ings

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kvitterý kvitt alltaf gaman að lesa bloggið ykkar

Nafnlaus sagði...

KNÚS KNÚS KNÚS.. langar að fara að hitta ykkur.. er það kannski möguleiki þar sem þið verðið í borg óttans í 4daga..? :-D