24 apríl 2007

Afmæli og afmæli

Seinasta vika og helgi var yndisleg :)

Prinsessan átti tveggja ára afmæli á seinasta degi vetrar og byrjuðum við fagnaðinn þá um kvöldið með pizza-veislu... skelltum á nokkrar pizzur og buðum Tinnu og Fjölsk í mat :)

Sumardagurinn fyrsti var líka mjög notalegur... kellan sem keypti íbúðina af okkur kom í sýnitúr með sína fjölskyldu og því sjænuðum við aðeins þá um morguninn... skelltum okkur svo eftir það í eina stærstu bónusferð sem við hingað til höfum farið í... svo var það matarboð um kvöldið, en Tengdamamma, Jón Símon (bróðir Heimis) og konan hans komu til okkar í smá afmælismat.

Við hjónin vorum svo bæði í fríi á föstudeginum... enda nóg að gera. Við vöknuðum með prinsessunni í rólegheitum og komum henni svo á leikskólann. Við fórum svo í bæinn til að finna þríhjól til að gefa henni í afmælisgjöf... Fundum þetta líka flotta hjól... og keyptum líka rúm handa henni... alvöru rúm sem verður vígt þegar við flytjum í nýja húsið :) ...fróðlegt að sjá hvernig það verður...engir rimlar sem loka af lengur... ;) Við vorum svo að baka og dúllast til tvö um nóttina... sem var líka voða notalegt... gerðum m.a. þessa glæsilegu gríslaköku.

Á laugardeginu var svo haldið af alvöru upp á afmælið... góðmenn en fámenn veisla... nánustu ættingjar og vinir og skvísan á útopnu allan daginn. Fengum svo Kristjönu mína og Alla í mat um kvöldið.

Sunnudagurinn var tekinn í rólegheitum. Við fórum í göngutúr með Rögnu og mömmu, enda löngu kominn tími á að fá súrefni í lungun... Við lögðum litla kroppinn... og bumbukroppinn líka ;) ...enda taka svona fjögurra daga hátíðarhöld heilmikið á fyrir konu í fleirtölu :) Við fengum svo Einar Breka, besta vin hennar Rögnu og gamla settið hans í kaffi, og endapunkturinn var svo sleginn þegar pabbi kom í mat á sunnudagskvöldinu... heimsókn sem Ragna Bjarney var búin að bíða eftir alla helgina :)

Þreytt... en ánægð og hamingjusöm mættum við í vinnu og leikskóla á mánudeginum.

Svona vil ég hafa afmæli :)... gera svolítið mikið úr því... maður á jú bara afmæli einusinni á ári... og því ekki að gera eitthvað almennilegt úr því...?? Enda tek ég því mjög nærri mér ef mitt eigið afmæli stendur ekki undir væntingum (sem yfirleitt eru reyndar ansi háar).

Annars er semsagt allt gott af frétta... bumban stækkar og stækkar en ég er ennþá mjög hress... og planið er að halda því áfram :)

Já... ég vil endilega þakka ykkur sem voru svo elskuleg að muna eftir afmæli prinsessunnar... á réttum degi og allt... og það voru nú ansi margir... TAKK FYRIR ELSKURNAR MÍNAR... mitt auma hjarta tekur alltaf aukaslag þegar vinir mínir muna eftir mér og mínum :)

knús
Ingapinga

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir okkur á laugardaginn. glæsileg veisla með meiru og afmælisbarnið adorable as ever. selfoss jafnvel bara viðkunnalegur;)

kossar og knús bumbur og ekki bumbur.