Í dag er annar maí...
...ég er gengin 30 vikur upp á dag...
...það er minna en mánuður þar til ég flyt
Við mæðgur erum annars búnar að vera heima síðan á hádegi á fimmtudaginn seinasta :/
Fyrst var það prinsessan sem var lasin... með hita.. svo tók mamman við með magapest... ógeð dauðans segi ég bara... Reyndar fór Ragna á leikskólann í dag...en ég ætla að gera tilraun til að fara í vinnu á morgun.
Við hjónin skelltum okkur í VIP hreyfingar-partý á laugardagskvöldið... fengum næturpössun fyrir barnið og drifum okkur í bæinn. VIP Hreyfingar er elíta nokkurra útvalinna viðskiptavina sem mynda vissan kjarna þarna niðri í Hreyfingu. Þetta eru allt saman viðskiptavinir sem hafa verið á sama pallinu á sama staðnum í sama tímanum (eða sama hjólinu) og eru farin að þekkjast ansi vel í gegnum það.
Einhverjum snillanum datt í hug að kalla liðið saman utan ræktarinnar og út kom þessi annars ágæti hópur :) ...þetta var í þriðja skipti sem skipulagt partý er haldið en stór hluti af hópnum fylgdi líka stelpunum sem kepptu í fitness um páskana.
Ég held að þetta þriðja partý hafi verið að mínu mati það besta... mórallinn einstaklega góður og allir fínir og fallegir og glaðir, en greinilega ekki sáttir við að hafa mig alltaf ólétta ,því nokkrum sinnum held ég, var Heimir vinsamlegast beðinn um að hætta að barna mig svo að ég gæti nú farið að skemmta mér almennilega með fólkinu ;)
Við byrjuðum að kveðja á miðnætti...(gleðin byrjaði rúmlega 18) en komumst ekki út fyrr en klukkutíma seinna :)
Laugardagsnóttin fór svo eins og svo oft eftir langt partý, í ælu og ógeð ;) En allt var þetta þess virði :)
En fyrir utan smá magaógeð þá eru allir í ansi góðu standi bara... styttist óðfluga í flutninga... kassarnir komnir í hús (þá er bara að byrja að nota þá).
Svo þá er bara að auglýsa eftir sjálfboðaliðum fyrir flutningana ;) ...ástandið ekki beisið á familíunni fyrir þungaflutninga...svona ekki allavega fyrir bara okkur 2 ;) ...nú þegar er Kristjanan mín búin að bjóða sig fram... reyndar eftir eitt eða tvö glös af rauðu ;)...en ég tók það gilt engu að síður... óheppin ljúfan ;) Einhverjir fleiri sem ætla að aumka sig yfir okkur? ... Stefnan líklega tekin á snemma dags laugardagsins 2. júní :) ...pizza og gleðivatn í boði :) ...ja eða bara eitthvað annað gott :)
Knús frá okkur
Ingapinga, Shrek og Ragna Bjarney :)
P.s.... þeir sem kommenta... plís notið nöfnin ykkar... forvitnin mín ræður ekki við svona anonymus dót
2 ummæli:
Hehe.. ég stend ennþá við þetta, enda var það nú sagt bara eftir fyrsta eða annað glas ;-) ..og þá var mín nú ennþá frekar dömuleg og vissi hvað hún var að gera!! s.s ég mæti ofurhress 2.júní :-D
Ljúflingurinn minn :) Klikkar ekki á smáatriðunum :)
Knús frá mér :)
Bumba
Skrifa ummæli