13 maí 2007

betra en á horfðist

GLEÐILEGAN MÆÐRADAG :)


Þrátt fyrir spes kosningu í Eurovision þá er ég mjög sátt með tvö efstu lögin :)

Sagði það fyrir löngu að þetta væru tvö flottustu lögin (fyrir utan Eirík náttúrulega).

Svo er ég líka ánægð með atkvæðagreiðslu Íslendinga... sem gáfu Finnum 12 stig, en þeir voru með mjög flott lag... sem ég hefði viljað sjá ofar :)

Annars er ég líka ánægð með Alþingiskostningarnar ... ánægð með að samfylkingin náði ekki að fella stjórnina... og þó að margt þurfi að bæta... þá hef ég ekki trú á að Ingibjörg og félagar komi til með að laga það... (hef ekki jafnað mig á "er ekki að fara í pólitík" bullinu forðum í Ingibjörgu)

Ég kaus í Alþingiskosningunum... en ekki í Eurovision

Inga

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn sæta mín :* KNÚS til ykkar allra..