21 maí 2007

Palli var einn... ;)

Jæja... kannski bara að koma með eins og eina færslu... sem mér sýnist verða fyrir hana Hrafnhildi mína... sem virðist vera eina manneskjan sem einhvern áhuga hefur þessa dagana... takk fyrir það ljúfan mín... gott að vita að einhver hugsar til manns...

Jú stundum er maður svoldið einn í heiminum... ég á það líka sérstaklega til að verða þannig... maður ekki alveg sú öruggasta í heimi... en þannig er það.. veit svosum að ég á yndislega vini þarna úti... get samt alveg sagt núna að ég sakni þeirra :)

En ég er hinsvegar ekki þunglynd... ekki núna frekar en fyrri daginn... dett bara stundum í einhverja sjálfsvorkun og eymd og volæði... þar sem ég er alveg viss um að enginn vilji með mig hafa... :/ ...ekkert voða mikið vandamál... en ekki gaman á meðan á því stendur ;)

En nóg um það....

Á þessu heimili er nóg að gera... næst á dagskrá eru flutningar... sem koma til með að standa yfirum þar næstu helgi... 1. og 2. júní :) ...gleðin með það er gríðarleg... ásóknin í að hjálpa er hinsvegar ekki gríðarleg ;) ...en held samt að við verðum með nóg... Enda pizza og bjór í boði... og fyrir 18-25 ára selfyssinga eru það bara býsna góð laun...greinilega ;) fyrir utan félagsskapinn sem í boði er ;)

Á morgun er svo vaxtarsónar... honum var flýtt aðeins þar sem að kúlan mín sprengdi stærðarskalann á seinustu 3 vikum... og það þykir nú ekki alveg normalt... þannig að betra er að tékka á því sem fyrst :) Alltaf gaman að sjá barnið sitt í 2D :) ...og NEI... við ætlum ekki að kíkja eftir kyni barnsins... fyrst það vildi ekki sína... þá verður það bara þannig næstu 7-9 vikurnar :)

Ég er semsagt gengin 33 vikur á morgun :) ...allt gengur alveg glimrandi... en er farin að finna svoldið fyrir fyrirvaraverkjunum... sem koma ansi þétt. Vonandi þýðir það bara að barnið komi á tilsettum tíma... ekki 15 dögum seinna ;) ...maður getur alltaf vonað... en svo kannski þýðir þetta ekki neitt bara :) Ég var líka eiginlega að átta mig á því að eg hef eiginlega ekkert bloggað um flóðhestaástandið... en eiginlega er það aðallega vegna þess að það hefur eiginlega flogið í burtu frá mér... maður hefur um nóg að hugsa... Ragna náttúrulega tekur mikinn tíma... heilsan búin að vera rosalega góð... þannig að þetta líður bara skuggalega hratt :) Sem er náttúrulega bara dásamlegt :)

Við hjónakornin skelltum okkur út að borða á miðvikudag, fengum barnapíuna okkar dásamlegu hingað heim og brunuðu í bæinn og á Caruso, þar sem við fengum ábyggilega stærstu matarskammta sem ég hef nokkurntímann fengið... gott fyrir Heimi ;) ...en það sá ekki högg á vatni á mínum diski... og ég skilaði honum álíka fullum og hann kom... og að springa :) ...eina sem skemmdi annars yndislega stundi (eða gerði hana aðeins miður skemmtilegri) var að "nágrannnarnir" sem voru fjórar konur svona á milli 35 og 45, höfðu svo rosalega hátt... eða reyndar bara ein þeirra... en þegar hún "talaði" þá öskraði hún allt... "og hann bara uhhh... og hún bara dahhh..." svona var þetta meira og minna... fullorðin kona takk fyrir ;) En þetta fylgir nú víst bara því að fara út á meðal fólks... og við létum þetta ekkert pirra okkur, en við vorum hinsvegar ekkert að hanga þarna eftir að við borðuðum :) ...við skelltum okkur á Cafe París... í fyrsta skipti eftir breytingar, og verð að segja að breytingarnar eru hrikalega flottar... þeir setja þetta aðeins í tískuna, en halda hlýleikanum... Snilld... Fengum reyndar ekkert brilliant þjónustu, en létum vita daginn eftir og rekstrastjórinn var alveg miður sín yfir þessu og bauð okkur drykki í boði hússins næst, sem við reyndar afþökkuðum...enda var það ekki tilgangurinn :) ...Þannig að ég mæli eindregið með þessum 2 stöðum

Svo snjóar í dag... grá jörðin hér... frekar ömurlegt :/ en svona er ísland í dag ;)

Annars er bara allt í glimrandi standi... vorum bæði í fríi í dag... mæðraskoðun, bílaskoðun... bara mamman með endurskoðun... ekki bíllinn ;) Fórum svo skottúr í bæinn... Heimir þurfti að láta setja nýtt gler í gleraugun sín... og viti menn... hann fékk sjónina aftur :) ..mikil hamingja með það :)

Jæja... læt þetta þá duga í bili ...enda held ég að þetta sé ágætt :)
Knús
Inga (ein í heiminum ;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyrðu stelpa, mar kíkir hér inn svo vikum skiptir og það gerist ekkert og svo leyfir maður sér að "gleyma" því í nokkra daga og þá er allt fullt af færslum .... wtf ;)
Annars ertu ekkert ein Inga mín mér sýnist vera fullt af góðu fólki í kringum þig :)

Vonandi kemur vaxtarsónarinn vel út og að allt sé enn í himnalagi
Knús
H

Nafnlaus sagði...

hæ Inga okkar :)
við söknum þín og ykkar líka voðalega! okkur langar að kíkja til ykkar við tækifæri...veit ekki samt hversu mikil hjálp væri í okkur í sambandi við flutninga... óli er til að mynda heima frá vinnu í dag sökum þreytu :) litli kúturinn eldhress kl 5 á morgnana sko ;) vona að vaxtarsónarinn gangi vel og mér sýnist nú á lesningunni að þú hvílir þig ekki nóg Inga mín!! fyrirvaraverkir geta fylgt svoleis dugnaðarforkum :) en þú ert nú gengin svo langt að það ætti að vera ok þó stubburinn (held þetta sé strákur) láti sjá sig aðeins fyrir 39 vikur ;) hugsum mikið til ykkar þessa dagana og hlökkum til að sjást!
og enn og aftur: hvíla sig, hvíla sig, hvíla sig!!! þrátt fyrir flutninga! og hana nú :)
knús og kossar
***

Nafnlaus sagði...

p.s minnir að ég hafi líka tekið svona palli var einn í heiminum kast þegar ég var ólétt :) kennum bara hormónunum um! hehe :)

Nafnlaus sagði...

sendi knús á selfoss. hlakka mikið til að sjá nýju híbýlin. vonandi verður samt eitthvað pláss í pottinum...ef þú stækkar svona ógurlega (já og "sumir" reyndar líka á ógnarhraða en við tölum ekki um það)...þá er voðinn vís. vonandi fer vaxtarsónarinn vel. endilega láttu mig vita.

bið að heilsa á línuna.
kv. harpa og co.

Nafnlaus sagði...

KNÚS :* :* :*