23 maí 2007

skoðun og aftur skoðun

Smá update...

Sónarinn gekk voða vel... allt í góðu með bumba, bara mikið vatn, og meira að segja er stubburinn, sem ég hélt að væri pottþétt stærri en Ragna, er ekki nema 9 merkur... þannig að ef hann stækkar jafnhratt og hún, þá verður þetta bara písl :)

Heimsóknin til læknisins skilaði af sér vottorði upp á 50% vinnu. Það er vegna þess að samdráttarverkirnir og aðrir verkir eru of miklir... og ég verð að taka því rólega. Þannig að frá og með deginum í dag vinn ég frá 12-16.15 ...ekki leiðinlegt það. Við Ragna vorum bara slakar í morgun, dúlluðumst á fætur um 8.30, borðuðum morgunmat í rólegheitum og svo fór hún á leikskólann um 10, hins ánægðasta :) Mamman fór svo bara heim, setti lappir upp í loft og skoðaði internetið í rólegheitum og svo heit sturta fyrir vinnu.... ekki slæm byrjun á degi það :)

Fór svo reyndar aftur upp á spítala í kvöld, bara svona til vonar og vara, en þá var komið eitthvað slím með smá blóði... en ljósmóðirin hélt að þetta væri ekkert sem ég þyrfti að hafa áhyggjur af, þarf bara að fylgjast með þessu og vera slök :)

Annars höfum við familían það voða fínt bara.... og takk þið ljúfurnar sem kommentuðu á seinustu færslu... gott að vita að það eru einhverjir þarna sem fylgjast með :)

Knús og kossar
Ingapinga

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín :o) Gaman að heyra að allt gengur vel og þú passar bara að hvíla þig vel fyrir átökin og að vera svo bara komin með tvö kríli..Það er svo langt síðan ég hef heyrt í þér og séð en hamingju óskir með afmælið þitt ( þú ert held ég mesta fullorðna afmælisbarn sem ég hef kynnst he he) og til hamingju með Rögnu ótrúlega sætu rófu en ekki hvað..Og Villan maður...nú er smá plan í sumar það er nú bara þannig að ég ætla að koma í heimsókn og í pottinn ekki spurning sé þetta fyrir mér á flottu sumarkvöldi á Selfossi...Hafðu það sem best dúllan mín...og mundu að þú ert algjör PERLA!!!Knúsingur Ósk

Nafnlaus sagði...

ástin mín, og þá er að gera eins og læknirinn segir...SLAKA!!! Ég er einhvern veginn ekki að sjá þig fyrir mér með fæturnar uppí loftið alla daga...en reyndu að gera þitt allra besta!! Ok, díll?

er að fatta hvað það er ótrúlega stutt í "hörpu" litlu....og það sem meira er, þangað til þú verður 2 BARNA MÓÐIR!!! Hversu svalt er það? ;)

kossar og knús
love always

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ öll sömul
Er litla krílið með einhverja tilburði í að vera flýta sér í heiminn hmmm Nú er um að gera að taka öllu með ró og gera eins og doktorinn sagði þ.e. hvíla sig.
kveðja frá Bifröst

Hrabba og Óli sagði...

GOTT að sónarinn gekk vel!!! og líka að þú ert búin að minnka við þig vinnuna...hefði nú alveg viljað sjá þig í fríi í HEILAN mánuð fyrir fæðinguna Inga mín, en þetta er betra en ekkert! ógeðslega bossí eitthvað, og ekki einu sinni orðin ljósmóðir, hehe ;)
allavega...get ekki sagt það nægilega oft: HVÍLA SIG!!! :)

p.s okkur Óla langar að kíkja einhverntíman í júní...verða að sjá ykkur og bumbuna áður en við förum út vegna þess að þegar við komum heim verður kominn lítill strákur í heiminn ;)

knús
***

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ skvís. Ég kíki oft inn á síðuna þína en er ekki eins dugleg að kvitta fyrir mig. Gott að vita að allt gangi í haginn. Hafðu það sem allra best og knúsaðu Rögnu fyrir mig, það er svo langt síðan ég sá ykkur. En það er bara hægt að bæta það.
Kossar og knús
Gúa.