29 júní 2007

allt og ekkert

Kominn tími á smá blogg...

Nú er rúmlega vika liðin í fríi hjá okkur mæðgum og hægt að segja að það sé kærkomið.

Bumbubúinn virðist hafa það mjög gott... en nú eru tæpir 13 dagar í settan dag hjá okkur. Við gerum nú bara ráð fyrir barninu svona í kringum 20 júlí, ekki mikið fyrr.

Seinasta helgi var alveg frábær :)
Hún byrjaði á föstudagskvöldinu með heimsókn frá þeim Kiddý og Bergdísi, sem var alveg laaaang kærkomið og yndislegt. Eins og við var að búast var mikið skrafað og skeggrætt og gvuuuð hvað ég var endurnærð eftir að fá smá knús frá þeim :) Takk takk takk elsku ljúfurnar mínar fyrir yndislega heimsókn. Vonast til að sjá ykkur fljótlega aftur :)

Þessi helgi var sú fyrsta í langan tíma sem Heimir var í fríi... og ákvað ég að við myndum bara gera eitthvað svona fjölskylduthing... enda við mæðgur orðnar heldur betur sveltar á athygli frá kallinum. Eftir að hann þó sló lóðina (já...nú á ég lóð) þá fórum við á góðann rúnt með kjúklinginn og nutum þess að vera saman og gera ekki rassgat :) Um kvöldið kíktu Álfheiður og Sverrir vinir okkar... með Einar Breka, besta vin hennar Rögnu í Grill (á nýja fína grillinu okkar ;)) Sú heimsókn var líka mjög vel heppnuð, enda yndislegt fólk þar á ferð. Stubbarnir okkar eru alveg met saman... knúsast og kyssast... og svo rífast eins og hundur og köttur á milli ;) Dásamlegt :)

Sunnudagurinn fór svo í að við fórum í smá sveitaferð, og lentum á endanum uppá Kjóastöðum... sem er eiginlega við hliðina á Geysi. Þar hittum við ljúflinginn minn hana Ástu Sóllilju, sem var enn ein tímabæra heimsóknin. Sátum og kjöftuðum við hana í dágóða stund í blíðunni... og Ragna fékk aðeins að klappa hestunum og voffanum líka :) Svo þegar heim var komið kíkti Heiða vinkona mín svo á okkur og enn fengu raddböndin að njóta sín vel, því enn var kjaftað og blaðrað... ;)

Þetta var yndisleg helgi, enda finnst mér fátt skemmtilegra en að fá gesti... :)

Þessi vika hefur svo farið í slæping hjá okkur Rögnu... kíktum aðeins í bæinn á miðvikudag, en við fórum með mömmu gömlu í endurkomuskoðun hjá lækni :) og svo erum við bara búnar að vera að sóla okkur... enda veðrið búið að vera með eindæmum gott... og gott ef ég er ekki bara búin að næla mér í smá lit :) LOKSINS :)

Annars er allt gott að frétta... hlutirnir hér á nýja heimilinu okkar mjakast rólega áfram, svona eftir því hvað Heimir er að vinna mikið... sem er MIKIÐ... en við erum núna að fara að ráðast á svefnherbergið okkar... mála og skipta um gólfefni... og þá er nú heldur betur hægt að fara að taka upp úr kössum :)

Svefnvenjur prinsessunnar eru smátt og smátt að komast í lag... hún er ennþá aðeins að venjast nýja fína rúminu sínu... og kemur ennþá framúr kl 6 á morgnanna...**geisp** en hún er hinsvegar að verða ansi góð á kvöldin... sofnar samt stundum í mömmu og pabba rúmi... en rumskar ekki við að vera færð :) ...svo er hún líka að verða bleyjulaus... er voða dugleg að láta vita.. og gerir sín stykki í klósettið... ógó dugleg :)

En ég held að ég láti þetta duga í bili...

Knúsingur frá mér og bumba... og Rögnu og stóra bumba

Ingapinga

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æðislegt að fá smá update hjá ykkur :) gott hvað allt gengur vel og frábært að þú skulir hafa komist í frí fyrr en áætlað var!!! haldið áfram að njóta lífsins! knús frá okkur :)
***

Nafnlaus sagði...

loksins loksins færsla;)

frétti að haukur hefði þurft á selfosshjálp að halda í gær..ha ha ha...

eigum við svo ekkert að fara að hittast eða? ég í fríi og þú í fríi= hlýtur að koma út á hitting.

vertu í bandi. ég er til í að knúsa bumbu.

kv. harpa