Ætli sé ekki ráð að koma með smá fréttaskot núna :)
Já eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir... þá er ég kona léttari þessa dagana :)
Litli prinsinn minn ákvað að koma út alveg heilum 4 dögum fyrir settan dag... og fékk því flottustu dagsetningu ársins... 07.07.07 :)
Fæðingin gekk afskaplega vel, strákurinn rétt aðeins stærri en systirin, eða 16 merkur (3920gr) og 55 sm... og erum við mæðgin bæði mjög spræk.
Hann er ofsalega vær og góður... og sefur mestan hluta dags... rétt vaknar til að fá sér að borða... og heldur svo áfram að sofa :)
Ragna Bjarney er voðalega hrifin af litla barninu og vill helst vera að strjúka honum og kyssa hann.
Allt gengur vel og við komum heim á þriðjudag. Núna erum við bara í rólegheitum, Heimir greyið var sveittur eftir fæðinguna að klára að mála hjónaherbergið, og redda því sem redda þurfti... svona þar sem við vorum ekki að fara að eiga barn fyrr en 25 júlí :)
En þetta hafðist allt saman, og hér erum við ... family of four :)
Takk fyrir allar kveðjurnar... og endilega... ekki vera feimin við að kíkja í heimsókn :)
Knús
Inga ungamamma :)
4 ummæli:
Til hamingju með "stóra" prinsinn og gott að allt gekk vel. nú er prinsessan búin að fá prins til að leika við---
Ohhhhh til hamingju elsku bestasta yndid mitt!!! 1000 kossar og knus fra Leeds (thad ma skipta theim i fernt)og eg heyri i ther um leid og eg kem heim! Ohhh eg er svo glod fyrir ykkar hond!!! :o)
Enn og aftur til hamingju með prinsinn :) þú ert alveg ótrúlega góð í að velja dagsetningar! þarf að koma til þín í kennslu áður en ég kveiki á mínum ofni :)
fer bráðum að koma í heimsókn...
LOVE U ALL...
kveðja Kiddý
Þúsund hamingjuóskir í viðbót!!! Það er svo yndislegt að heyra hvað allt gengur vel.
Kemst því miður ekki í heimsókn í dag, því það er verið að grafa fyrir palli hérna fyrir utan. Allt á fullu. En...ég verð mætt mjög snemma í komandi viku. Hlakka svaðalega til að sjá ykkur og litla prinsinn.
Og hey! Nafnið í sms-i...5 mín max eftir athöfn;)
Love you.
Skrifa ummæli