28 júlí 2007

Vá... er þetta ekki frábært :-)


Drengurinn minn... hann Þorgils Bjarki er 3 vikna í dag :)


Í tilefni þess...eða allvega getum við sagt það...fengum við fullt af frábærum gestum :)


Þær mæðgur Harpa og Kristín María riðu á vaðið í morgun... og fengu að fylgjast með húsmóðurinni stytta og hengja upp gardínur ;) ...ásamt því að sinna prinsinum inn á milli :)


Þar fljótlega á eftir komu Óli, Hrafnhildur og litli yndislegi Mikael Máni (sem btw finnst Inga frænka ógó sniðug;) Þau komu hlaðin gjöfum sem heldur betur hittu í mark :)


Svo eru það Kristjanan mín og Allinn hennar... okkur öllum til mikillar gleði... en þó sérstaklega var það Ragna Bjarney sem varð ánægð að fá Alla sinn loksins í heimsókn... Það er eiginlega alveg brilliant hvað börn taka ástfóstri við suma... og RB hefur svo sannarlega tekið ástfóstri við hann Alla... enda góður gaur :)


Seinust...en ekki síst voru það svo Heiða og Jói sem komu færandi hendi...


Oh my hvað það var yndislegt að fá ykkur öll í heimsókn...takk innilega fyrir okkur öll :)


Litlinn minn svaf eiginlega alla gestina af sér... rétt svona opnaði augun í lok heimsóknar...svona fyrir kurteisissakir :) Ekki hægt að kvarta undan látum í honum... virðist ætla að verða rólyndisgæi eins og nafni hans og frændi :)


...Og enn sefur hann...og ég fæ því smá breik til að koma með smá pistil :)


Allt gengur sinn vanagang... þó að reyndar sé rútínan ekki alveg komin á fast... en þetta kemur allt... Smátt og smátt kemur svo meiri mynd á heimilið... Rússarnir að hverfa... gardínurnar komnar upp... kössum fækkar o.s.frv. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhversstaðar :)


Prinsessan byrjar á leikskóla á mánudag... held ég nú að það verði gleði... losna við gamla settið ...og nagið út af litla barninu í smá stund :)


En ég held að ég láti þetta nú duga í bili...


En þið sem komuð í heimsókn í dag... TAKK TAKK TAKK fyrir okkur... sé það alltaf betur og betur hvað það er yndislegt fólk í kringum mig... og er endalaust þakklát fyrir það... Lov u all mikið mikið mikið :)


Knús og kossar

Ingapinga


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

love jú tú :)
***