Dúdúdú...
...já ég segi nú bara... hver nennir að blogga þegar maður hefur Facebook ;) thihihi
Ætla nú samt að smella inn eins og einni færslu hér... ekki það að það komi hræða hingað að skoða ;) ...finnst samt eins og það sé tímabært að leysa jólaogáramótakveðjuna af hólmi núna ;)
Allt gott að frétta... mikið að gera undanfarið í sósíjalinu ...búin að hitta fullt af fólki, og verið dugleg að gera það barnlaus... sem er alltaf uppörvandi inn á milli :)
Annars er mest lítið í fréttum svosum... bara alltaf sami hringlandinn í hausnum á manni.... vildi að ég gæti nú bara ákveðið í eitt skipti fyrir öll hvernig ég vil hafa hlutina :)
hef þetta ekki lengra hér inni í bili :)
þangað til næst
over and out
Ingapinga
Þetta daglega
20 febrúar 2009
24 desember 2008
Gleðileg Jól
16 desember 2008
Aðventan
Jæja gott fólk :)
Þá er fyrsta próf seinustu 5 ára afstaðið og gekk bara vel vonandi :)
Nú loksins er hægt að njóta flottasta tíma ársins og dúllast aðeins á heimilinu... og líka utan þess :)
Aðventukransinn fékk lífgjöf á föstudagskvöldinu, komum jólapökkum sem fara austur á land út úr húsi, húsið er skreytt og jólakortin bíða þess að fara í umslag og út úr húsi :)
Nú er bara að þrífa smá, baka smá og hitta einhverja vini og hafa það notalegt :)
Hafið það sem allra best
Knúsiknús
Ings
21 nóvember 2008
Smá fréttaskot :)
Jæja gott fólk :)
Kannski ráð að setja smá línu hér eins og Ólafrú og Mánamóðir biður svo fallega um í lennon færslunni minni :)
Það er hægt að segja að margt hafi gerst frá því í vor :)
Sumarið gekk vel fyrir sig með frábærum gestum og góðu veðri :)
Haustið var líka gott, fór í fyrsta skipti í ábyggilega 15 ár í berjamó :) ...gerði lifrapylsu í 1. skipti, og alls ekki það seinasta þar sem lifrapylsa er BESTI matur í heimi... og hollur :)
Ég settist loksins á skólabekk aftur, betra er seint en aldrei :) og ég næ varla á jörðina ég er svo ánægð með skólann minn. Þetta nám er allavega ennþá það skemmtilegasta sem ég hef verið í :)
Við hjónin fórum með Sigrúnu okkar og Snorra til Boston USA... sem er geðveikur staður... úff hvað við förum þangað aftur... svona þegar heimsástandið verður komið í skorður... þar náðum við að versla jólagjafir og fata familíuna upp :) Mæli með þessum stað!
Kreppan hefur sem betur fer ekki mikil áhrif á heimilið, nema bara til góðs. Á svona tímum lærir maður heldur betur að meta það sem maður á og njóta þess að vera til. Ég allavega hef virkilega tekið allt heimilishaldið í gegn, minni óþarfi sem er verslaður og hagsýnin fær loks að njóta sín :) ...hver hefði t.d. gert hakk úr þindum (sem by the way er fitulaust og gott kjöt-þ.e. það er bragðlítið og hentar rosalega vel með öðru kjöti t.d. í pottrétti og kjötbollur) fyrir ári síðan...ekki ég allavega ;)
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið nóg að gera, börnin springa út og dafna. Við höfum farið í íþróttaskólann með Rögnu í allt haust, og líka sundnámskeið. Stubburinn hefur fengið að smygla sér með í íþróttaskólann og það er yndislegt að sjá þau þarna, bæði svo glöð með að fá að ærslast svolítið.
Kúturinn er aðeins farinn að rembast við að tala, en er þó ekkert að flýta sér neitt :) og Ragna flaug í gegnum 3 og 1/2 árs skoðun, enda afburða barn þar á ferð :)
Heimir er út um hvippinn og hvappinn alltaf af og til, eiginkonunni til mikillar gleði... NOT en svona er þetta bara... hann þarf víst að koma með peninga í búið og þannig er það. Ég er að skúra alltaf aðra hverja viku á kvöldin í Lifandi hús og hentar það bara rosa vel með náminu :) Svo reyndar er ég nú að slysast svoldið í flott starf þar, semsagt sem aðstoðarmanneskja eigandans, sem er alveg brilliant stelpa með hausinn fullann af frábærum hugmyndum :) ...reyni svo bara að hjálpa henni að koma þeim út :)
Annars er bara allt gott, erum farin að hlakka til jólanna, stefnum í jólaljós um helgina eða í næstu viku :) svo bara próf framundan og eftir það bara sæææla, smákökubakstur, þrif og föndur :) yndislegt!
Ætla nú að láta þetta duga... lofa ekki miklu bloggi hér fram að miðjum desember... sjáum til hvernig umferðin verður hér ;)
Knús á ykkur!
Ingapinga hamingjusama ofurhúsmóðirin :)
p.s Langar að benda á frábært framtak hjá vinkonu minn sem er með svona hamingjublogg eiginlega :) gott að fá svoleiðis í öllu bölsýnisbullinu :)
09 október 2008
Imagine
Imagine there's no heaven
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today...
Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the peopleSharing all the world...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one
John Lennon hefði átt afmæli í dag...
Yoko Ono gaf íslensku þjóðinni gjaldeyri í verðlaun í dag
Verum góð við hvort annað
Knús frá mér
Inga
It's easy if you try
No hell below us
Above us only sky
Imagine all the people
Living for today...
Imagine there's no countries
It isn't hard to do
Nothing to kill or die for
And no religion too
Imagine all the people
Living life in peace...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will be as one
Imagine no possessions
I wonder if you can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the peopleSharing all the world...
You may say I'm a dreamer
But I'm not the only one
I hope someday you'll join us
And the world will live as one
John Lennon hefði átt afmæli í dag...
Yoko Ono gaf íslensku þjóðinni gjaldeyri í verðlaun í dag
Verum góð við hvort annað
Knús frá mér
Inga
08 ágúst 2008
maðurinn minn mjúki
Hinn ágæti og elskulegi eiginmaður minn til rúmra fimm ára (og sambýlingur til tæpra 10ára) á afmæli í dag!
Velkomin heim og til hamingju með daginn minn elskulegasti :)
Knús frá okkur
Spúsan og ungarnir
17 maí 2008
Verkefnalistinn...
**********************************
- Bólstra stóla
- Bora fyrir girðingu, og smíða girðinguna
- Pússa pallinn upp
- Bera í allann pallinn
- Eitra aftur fyrir köngulóm
- Ganga frá garðinum og bera í girðinguna þegar hún er reddý
- Skipta um þakskeggið
- Mála þakskeggið og glugga
- Klæða stofuloftið
- Slá lóðina
- Koma pottinum í gagnið
**************************************************
já þetta er listinn fyrir sumarið... og þarna eru augljóslega ekki þessi daglegu heimilis og uppeldisstörf sem eru fullt starf náttúrulega líka :)
Í ljósi þessa, þá er ég farin í sumarfrí frá bloggi... enda lesendurnir greinilega líka farnir í sumarfrí ...og því lítill tilgangur í annars tilgangslausu blaðri :)
Ætla samt að halda áfram í sumar að setja myndir inn á http://www.ragnabjarney.barnaland.is/
Áhugasamir ættu svo bara að upplifa dásemdir heiðarinnar og sveitanna sem eru hér á leiðinni frá borg óttans, sem og huggulegheitanna við að koma í heimsókn :) ...annars er ég í skránni :)
Hafið það sem allra best í sumar
kv
Inga og co
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)