27 nóvember 2006

27 dagar til jóla

vá...það eru að verða 3 vikur síðan ég bloggaði seinast...maður gæti bara ímyndað sér að ég hafi eitthvað að gera ;)

Það er allt gott að frétta af okkur selfyssingum :) ...Heimir fór í hálskirtlatöku á fimmtudaginn seinasta... og er svoldið slappur eftir hana... þetta er eiginlega orðið svoldið svefnheimili hérna... Heimir fór að sofa fyrir 8 í kvöld... og Ragna fljótlega á eftir honum.. þannig að ég hangi bara hérna ein með sjálfri mér... gat reyndar eitt smá tíma í one tree hill...

Við áttum að fara á jólahlaðborð á laugardaginn var, en þurftum augljóslega að sleppa því... sem var allt í lagi... bara jógúrt í matinn :)

Ég fór hinsvegar á Vegamót á föstudagskvöldið, en þar voru nokkrir vinir mínir úr Hreyfingu að kveðja hana Kiddý mína sem var að hætta... og var það hrikalega gaman.... maður man það þegar maður hittir þetta fólk hversu mikið í raun maður saknar þeirra :)

Ég fékk nokkur loforð um heimsókn... held samt að flestar verði ekki fyrr en á nýju ári... :/ ...en svona er þetta hlakka bara til að fá heimsókn :)

Prinsessan byrjar svo núna á leikskólanum 4 desember... það verður nú eitthvað fyrir litla orkuboltann minn... að fá að ærslast og hamast með fullt af öðrum krökkum... bíð spennt eftir að sjá hvernig hvíldarstundin gengur... mín ekki mikið fyrir að kúra ;) En þetta verður skemmtilegt... í leiðinni er ekkert að frétta af atvinnuleit hjá mér... ekki mikið spennandi í boði... og þau störf sem ég hef verið að sækja um... þá eru 12 aðrir umsækjendur að minnsta kosti... en ég fæ starf á endanum... þolinmæði bara :)

Ég er annars búin að föndra slatta af jólakortum... en á ennþá eftir að kaupa flestar jólagjafirnar :/ planið er að byrja að jólaskreyta jafnvel um næstu helgi, þá er nefnilega 1. í aðventu...eins og glöggir vita :) ...það er nefnilega farið að birta ansi mikið yfir selfossbæ þessa dagana... fólk tiltölulega snemma í skreytingunum í ár... enda núna finnst mér það bara allt í lagi... veðrið er búið að vera frekar dapurt og því munar um hvert það ljós sem gæti aðeins glætt tilveruna :)

Við fengu gesti á laugardag... Tengdó komu...og Anton litli bróðir hans Heimis... Hafdís var nefnilega að klára prófin sín á Bifröst...til hamingju með það :) ...það var voða notalegt...og gaman fyrir stubbalínu að hitta aðeins á þau :)

Ég er svo að íhuga það að prófa Rope Yoga... þekki eina hér sem er með svoleiðis...er að spá í að tala við hana og athuga hvort að hún geti ekki bjargað mér frá sjálfdauða ...allavega ótímabærum ;)

Ég var svo að hugsa Harpan mín og Henný mín ... hvort að við myndum ekki bara plana smá playdate fljótlega??? ... við getum haft það heima hjá mér... ég er alltaf til í það... en ef það hentar betur heima hjá annarri hvorri ykkar þá endilega :) það er orðið skammarlega langt síðan við hittumst... allavega við Henný ...og vil ég endilega breyta því... :) ....stelpur koma svo :)

Svo er ég farin að undrast um eina vinkonu... sem ég veit ekki einusinni hvort að hún lesi allmennt þetta blogg ennþá... en ég hef ekkert heyrt frá síðan í haust?? ... Sigrún mín... er allt í gúddý??

Jæja... er að hugsa um að loka þessari flóðgátt í þetta skiptið... blebleble...svoldið samhengislaust held ég núna...enda allt of langt síðan ég bloggaði seinast :)

Bless í bili elsku krúttlurnar mínar :)

Ings

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hellú krakkar mínir og takk fyrir síðast. Her er ekkert að frétta bara að kvitta fyrir bloggið.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað les ég bloggið þitt mín kæra, kíki á síður ykkar mæðgna næstum daglega.
Hitti Corinnu um daginn, hún hefur örugglega sent þér póst í kjölfarið, spurning um saumó í jan.?
Annars bara allt gott að frétta, vinna, vinna, vinna.
Tengdó flutt austur, efast samt um að ferðir mínar austur fyrir fjall aukist - kannski með vorinu - þá kem ég í heimsókn.
Þangað til eruð þið selfyss family alltaf velkomin í kotið mitt.
Þarf að fara að opna fyrir msn hjá mér þá gætum við spjallað þar.
Kveð í bili

Nafnlaus sagði...

hlakka til að sjá ykkur vonandi á laugardaginn :) mmm, pizza á horninu hljómar svooooo vel!!!
knús
***

Nafnlaus sagði...

Hellú og takk fyrir spjallið í dag;) En já, ég er til í hitting ....Henný...ertu laus í play/jóladate einhvern tíma fyrir jól?....eins og Inga sagði...skömmustulega langt síðan!!!

Knús í krús

Ps. You better bought my christmas present today;) ha ha ha

Nafnlaus sagði...

Heyrðu já ég er sko alveg til og ég hugsa að ég geti talað Ísabellu inn á að samþykkja ferð austur fyrir fjall ;)
Inga nefndu tíma sem hentar þér og ég reyni hvað ég get að koma þá :) Ég vinn alla næstu viku og er svo í fríi nær alla hina dagana í des svo þetta þarf ekki að vera helgi endilega !!
Hlakka til að hitta ykkur rassalýsnar mínar

Nafnlaus sagði...

sama hér...er til eftir 14 des;)

hlakka mega til...inga you decide;)

kv.harpa

Nafnlaus sagði...

Já ég held að mín heimsókn verði ekki fyrr en eftir áramót :( Nema þá kannski milli jóla og nýjars í fyrsta lagi! Dí hvað mar skammast sín fyrir þetta :( En mikið ossssalega var gott að sjá þig á Vegamótum Inga - við söknum þvín alveg helling!!!!! Kosss og knús :*