10 nóvember 2006

43 dagar til jóla...

Þá er það officialt...það er kominn vetur :o/

Reyndar finnst mér það allt í lagi, enda er kominn 10.nóvember, eina sem er...það mætti vera betra veður.

Planið er að komast út með Rögnu í snjóinn....svona þegar veður leyfir :) Hún horfir á snjóinn úr glugganum....alveg heilluð, en svo þegar við komum út... þá heyrist bara AUJJJ!! og ógeðissvipurinn á andlitinu leynir sér ekki ;) hehe... skil ekki hvaðan hún hefur þessa prímadonnutakta :)

Annars er allt í sama standi... reyndar hrjáir svefnleysi okkur hjónakornin... og nei... ég er ekki búin að snúa sólahringnum við...enda er það ekki beint í boði með 18 mánaða orm, sem er alltaf til í að fara á fætur uppúr 8.00... ég þarf reyndar ekki að kvarta yfir því... sumar mömmurnar sem eru með okkur í sundi tala um að börnin þeirra vakni kl 6.00... það er sem betur fer ekki málið...

Hinsvegar er málið það að Heimir er fullur af kirtlum (hálskirtlum) og svo getur hann ekki andað með nefinu... sem þýðir eitt... Hrotur dauðans... ástandið í hjónasænginni semsagt bagalegt... ;) Það stendur samt allt til bóta þar sem hann á að fara í aðgerð...vonandi fyrir jól... annars strax eftir jól :)

Ég svo dunda mér við að taka til... snúast í kringum barnið mitt... og svo er bara næst á döfinni að koma sér í jólaföndrið... ég ætla EKKI að vera á seinasta degi með jólakortin eins og seinustu...ja ... 10 ár eða svo ;) ... það verður ekki málið að eingöngu 5 jólakort fari út... eins og t.d. í fyrra... mig minnir að þar á undan hafi ekkert kort farið út... jebb...maður er frekar lame í þessu.

Jólin eru á næsta leyti... úff hvað þetta líður hratt... hefði haldið að með því að vera svona heima myndi tíminn líða aðeins hægar...en neibb... vikurnar líða og líða hratt. Við erum búin að kaupa 3 jólagjafir, og búin að kaupa allt sem þarf að hafa til að útbúa fallega pakka...jólakortaföndrið allt komið í hús... þannig að við erum í góðum gír :)

Annars biðjum við bara að heilsa í bili...

knús frá selfossi
Ings

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæja krakkar mínir og takk fyrir góðar kveðjur á bloggið. Ég sé prinsessuna alveg fyrir mér og hvernig hrollur færist yfir hana yfir þessum ósköpum þ.e. snjónum.
Leyniorðið hjá D í svíaríki er kongsi en hjá þeim litla ekebo. Pabbi sagði að ykkur vantaði það.
kveðja
Bifrestingarnir
P.S. eða á maður að fara byrja á að segja "jólakveðja" :-)

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka svo til hlakka alltaf svo til ... jólanna jej langar heim heim heim og vonandi fæ ég hvít jól á Akureyri ... get bara ekki beðið, langar nú bara í jólakortagerð þegar ég les bloggið þitt, enda er ég með allt til þess hér úti, tók það mér sko ;)

Kv.H

Nafnlaus sagði...

Hæ Inga mín mig er nú farið að langa til að hitta ykkur mæðgur........ enda tími kominn til!!
Ég held ég verði bara að skipuleggja ferð í sveitina þegar vel viðrar á heiðinni ;)
Knús og kveðja Henný og Ísabella Nótt krúttubelgur

Nafnlaus sagði...

Heyrðu sæta mín.. ekki séns að ég gleymi ykkur eitthvað.. bara 24 tímar og 30 mín í að ég verði búin í prófum og vá hvað verðr kátt í höllinni .á ;-) ..en hlakka rosalega mikið til að sjá ykkur.. eigum við ekki bara að fara að plana deit? KNÚSI KNÚS