en blogga þó ;)
Á þessu heimili er allt í góðu standi að venju.
Við fórum með kútinn í 6 vikna skoðun á mánudaginn, þar sem hann var útskrifaður með 10+ :)
Hann er orðinn tæp 6 kíló... og tæpir 60 sm. Þyngdarkúrfan sem hann fylgir er semsagt ekki kúrfa... heldur súla (Mamman bara með gæðastuff í tönkunum) ;)
Nú styttist í brottför pabbans, en hann á að mæta á Reykjalund í endurhæfingu á miðvikudagskvöldið :/ ...viðurkenni að ég hlakka kannski ekkert voðalega til, en veit samt að ég á alveg eftir að bjarga mér... þetta verður bara skrítið þar sem hann tekur mikinn þátt í heimilishaldi, og eiginlega er ég svoldið háð honum... af því að hann er svo góður við konuna sína :) ...en hann kemur vonandi heilbrigðari maður til baka og því verður þetta þess virði (svo kemur hann náttúrulega heim um helgar)
Þessi helgi stefnir í að verða hin ljúfasta :) ...Sólin skín..eftir mikla rigningu undanfarna daga... og þá meina ég MIKLA rigningu... hef sjaldan séð annað eins. Við mamma kíktum með ormana á sveitamarkað í morgun... sem var svo reyndar algjört frat... en bættum það upp með að koma við hjá Vilbergi Bakara :)
Planið fyrir kvöldið er að við systkinin hittumst svo í kvöld hjá mömmu og grillum saman, og svo er morgundagurinn frátekinn í að fá Jón Símon og fjölskyldu í heimsókn, og ætlum við öll að skella okkur í sumarbústað til tengdó. Það er alveg frábært að loksins er þessi fjölskylda að ná saman, en sambandið hefur verið frekar stirt á milli þeirra bræðra í um 6 ár. Núna eigum við stráka á sama aldri... Stefán Snær er 6 mánuðum eldri, og væri það algjör synd ef þeir myndu ekki þekkjast. Batnandi fólki er best að lifa stendur einhversstaðar og það sýnir sig og sannar hér :)
Akkúrat núna er "gamli" kallinn (Heimir) í heyrnamælingu... þar sem hann virðist ekki heyra sérstaklega eina tíðni... mína tíðni ;) ...og ætlar hann að láta athuga með heyrnina.... gengur ekki að heyra ekki í frúnni ;)
Herbergið hans Þorgils er loksins orðið tómt og er núna tilbúið til málunar, eftir ansi mikla sparslvinnu. Heimir er líka búinn að rífa gólefnið af þannig að nú er bara næsta skref að mála yfir þennan skelfilega ryð-rauða lit sem er á hálfu herberginu. Við erum búin að vera ótrúlega dugleg að taka upp úr afgangskössunum og henda því sem henda mátti... og gáfum á endanum tvo kassa í góða hirðinn... okkar skerfur til góðgerðarmála þennan mánuðinn. :)
Well... ætla að láta þetta duga í bili...
Knús og kossar frá okkur
Ings
7 ummæli:
hæhæ :)
gaman að updati! vá hvað þorgils er orðinn stór! við erum heppnar að geta gefið börnunum okkar slíkan rjóma...það geta ekki allar! :) eigið góða helgi...það sem eftir er af henni og vonandi sjáumst við nú fljótlega! við hjá ykkur eða þið hjá okkur...hvort sem er, alltaf gaman :)
p.s biðjum að heilsa gamla ;)
knús frá okkur
***
5 dagar í senn þú ferð létt með þetta enda fullt af góðu fólki í kringum þig á "fossinum" :)
gangi þér vel og baráttu kveðjur til batnaðar til kallsins
H
KNÚS.. :*
..knúsið var frá mér ;-)
Gott að heyra að allt gengur vel, átti ekki von á öðru frá rjómabúi eins og þér Inga mín;) Frábært líka að þið séuð svona dugleg að gera fínt í húsinu ykkar, hlakka ógó mikið til að sjá fína herbergið hans þorgils Bjarka. Er þessi rauði litur þá ekki málið? :)
Knús á Heimi - hann á eftir að koma tvíefldur tilbaka!!!
Vonast til að sjá ykkur sem allra fyrst familia Bates
*Smúts*
Harps
hæhæ :)
ég hugsa mikið til þín inga mín, þessa dagana...þar sem ég veit að þú ert grasekkja á virkum dögum! vona að gangi vel hjá þér mín kæra!!! og líka hjá honum heimi okkar, auðvitað ;)
knús frá okkur
***
p.s vona að tinnu heilsist vel???
Skrifa ummæli