10 september 2007

einstæð móðir part two ;)

Þá er vika 2 byrjuð... af sex... og so far so good.

Þetta hefur gengið nokkuð vel og börnin mín eru góð og fara að sofa á réttum tíma á kvöldin, sem er það sem ég kveið mest fyrir.

Heimir er mjög ánægður með vistina enda er tekið á öllu þar, hvort sem það tengist bakinu, bumbunni eða sálartetrinu :) Erfiðast fyrir hann er þó að vera í burtu. Það munar miklu að fá hann heim um helgar, og hann hefur líka "stolist" heim 2 kvöld síðan hann fór, sem er mjög ljúft.

Við Þorgils Bjarki förum í göngutúrinn okkar eftir að við erum búin að labba með Rögnu á leikskólann. Við förum svo líka í stuttan túr áður en við sækjum skvísuna aftur, og aðeins eftir líka. Við erum voða dugleg að fara út þó að veðrið hafi nú ekki verið upp á marga fiska, rigning og rok, en það er búið að vera svo hlýtt að það hefur verið yndislegt :)

Kúturinn hennar Tinnu dafnar vel að mér skilst og fékk hann nafnið Kristinn Asael á miðvikudaginn 5 sept, en þá hefði Þorgils afi átt afmæli, mamma og pabbi áttu brúðkaupsafmæli og Tinna og Gilsi voru bæði skírð þann dag... ss stór dagur :) Ég er búin að hitta hann allt of lítið, en ég vil ekki fara alveg strax með Rögnu þangað, þar sem leikskólahorið er landlægt í nebbanum hennar :)

Framundan... rólegheit aðallega, ekkert merkilegra :)

Annars læt ég þetta innihaldslausa blogg duga og því bið ég að heilsa ykkur í bili...

kv
Ings

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gaman að fá grasekkjufréttur!!! gott hvað allt gengur vel hjá ykkur öllum ;) veit það á eftir að gera það áfram!
knús
***

Nafnlaus sagði...

Til hamingu með "litla" frændan Inga mín það verður gaman hjá frændunum að leika sér saman þegar þeir verða komnir á legg. Baráttu kveðjur til Heimis og koss á krakkana

Nafnlaus sagði...

Aeji greyjið mitt þú ert að standa þig fullkomlega meðan Heimir er í burtu :-) Erfitt samt fyrir svona kellingarálft eins og þig að hafa ekki Heimir hlýtur að vera til að lemja og tuska til í sófanum á kvöldin heheheheheheheh
Bið að heilsa frænku minni og litla frænda mínum :-)
kv frá Póllandi
Gunni Borg

Nafnlaus sagði...

gott að heyra að heimi líði vel..bið kærlega að heilsa honum. já og að sjálfsögðu ertu að standa þig sem "single" mother of 2!!!;)

kossar yfir heiðina. farðu í nokkra göngutúra fyrir mig!