Þá er kominn október...
Við mæðgin skelltum okkur í 3 mánaða skoðun með sprautu og tilheyrandi poti :) Drengurinn tók því með mikilli karlmennsku og hló að tilfæringum læknisins þegar hann var að pota. Kílóin orðin tæp 7 og barnið með eindæmum fallegt... (ef maður getur ekki montað sig af eigin barni... af hverju getur maður montað sig þá??)
Helgin var góð. Fengum pabbann snemma heim á föstudag og viðtók slökunarhelgi. Þau feðgin fóru í íþróttaskólann á laugardagsmorgun, svo tókum við smá sveitarúnt og fórum svo heim og gerðum hollustupizzu :)
Sunnudagurinn fór í langann og góðan göngutúr í góða veðrinu, og svo fylltist húsið af gestum. Bróðir hans Heimis kom með konu og barn, og svo kom gamli Gunni okkar Borg með stúfinn sinn hann Alexander, Rögnu til mikillar gleði, því þau ærsluðust eins og brjáluð í smá tíma.
Annars eru bara tvær vikur eftir hjá Heimi.... og gengur meðferðin mjög vel. Hann er sáttur við þetta og við finnum strax mun á kallinum :)
Knús frá okkur :)
Ingapinga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli