16 október 2007

smá fréttir

Kominn tími á nýja færslu enn og aftur :)

Helgin var voða góð... ég dáist af því hvað fólk er duglegt að heimsækja okkur, held að það hafi varla liðið helgi síðan við fluttum þar sem við höfum ekki verið með félagsskap :) ...og þær helgar sem við höfum ekki verið með gesti... þá höfum við ekki verið heima :)
Takk fyrir dugnaðinn elsku ljúfurnar mínar ....ég er heppin kona :)
Þessa helgina komu Pétur bróðir hans Heimis og konan hans, og tengdamamma kom og gisti. Ragna Bjarney naut þess í botn að fá ömmuna í heimsókn og nú fengu bakarahæfileikar mínir að njóta sín... gestir helgarinnar notuð sem tilraunadýr :)
Við fórum svo í afmæli á sunnudeginum hjá honum Alexander... sem var nú ekki allt of hrifinn af gestinum ;) ...Ragna Bjarney aðeins of fyrirferðarmikil fyrir hans smekk ;) ...enda litla breddan ekkert að gefa 6 ára stráknum eftir ;) Takk fyrir okkur Gunni minn... alltaf gaman að hitta ykkur :)
Svo á hann Hjörtur minn afmæli í dag... Til hamingju með það kallinn minn... spurning um að hittast fljótlega :)
eeen nú er tölvan alveg að gefa sig... plöggið fyrir batteríið alveg ónýtt...
later
Ings :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert algjört yndi að muna eftir afmælisdegi Hjartar:)

Nafnlaus sagði...

Ohhhh ég er öfundsjúk út í allt þetta fólk sem fær að hitta þig!! :o( Mig langar að hitta þig! Verð víst að bíða fram til jóla eða eitthvað... sniff sniff. Gott samt að heyra að þú ert ánægð snúllan mín - þá líður okkur sem þykir vænt um þig vel ;o) Knúsingur úr Baunalandi