En til að útskýra aðeins hvað 1. í nýju lífi er þá þýðir það breytt stefna á heimilinu.
Og hvað er breytt stefna...???
- Breytt mataræði
- Líkami og sál sett í öndvegi
- Svefnvenjur teknar í gegn
- Fjölskyldan að vanda sett í fyrsta sæti
- Heimilið skipulagt
- Hjónasambandið sett í naflaskoðun :)
- Menntunin tekin í gegn
Þetta er svona það fyrsta sem mér dettur í hug. Við gerðum ekki áramótaheit... við bara þurfum á þessu að halda...svona til að halda sönsum. Þessi vika...frá mánudegi hefur gengið mjög vel. Ég finn það strax að þetta hefur góð áhrif á orkuna hjá mér, mun meira af henni í boði :)
Nú er bara að duga eða drepast... allar uppskriftir þar sem grænmeti er uppistaðan eru vel þegnar ;) Þetta leggst allavega gríðarlega vel í mig og vonast ég til að með vorinu verði ég á góðri leið með að verða ný og betri manneskja :o)
Nýja árið leggst mjög vel í mig...margt skemmtilegt framundan, t.d. þetta :
- Febrúar: Jesus christ superstar
- Mars: Afmæli á páskadag ;) ...ekki alveg klárt hvað verður gert í tilefni dagsins
- Apríl: Fimm ára brúðkaupsafmæli og afmæli prinsessunnar
Semsagt eitthvað til að hlakka til :)
Knús fyrir helgina frá mér :)
Ingapinga
5 ummæli:
djö líst mér vel á þetta plan hjá ykkur - muna svo bara að þó að einhver hliðarspor verði tekin að halda ótrauð áfram ;)
veit ekki hvort þú veist af þessari síðu - http://cafesigrun.com/
Kv.
H
Takk Hrabba mín fyrir þetta :) Þarf að skoða þessa síðu vel... vissi af henni...en var eiginlega búin að gleyma henni fyrir þetta..snilldar síða!
kv
Inga
líst vel á ykkur!
kv. harpa
Þetta er hið fínast plan, bara halda sig við það. Það þyrfti að gera svona plan fyrir okkur hér þar sem við erum skipulagslausasta fólk sem uppi er hehe.
Vá hvað þetta er flott hjá ykkur:) Verðum nú að fara að plana hitting:)
Skrifa ummæli