Svona er elsku unginn þessa dagana :/
Rs vírusinn segir barnalæknirinn... allavega er þetta algjört ógeð... viðurstyggilegur hósti og æla í kjölfarið, vökvi og roði í eyrum, mikil hálsbólga og hæsi og hor í lítravís
Ss ekki mikið stuð. Hann tekur þessu samt með miklu jafnaðargeði og sefur sem betur fer mikið.
Annars er 1. í nýju lífi á heimilinu... skál fyrir því :)
kv Inga hjúkka :)
6 ummæli:
hummm 1. í nýju lífi ... hvernig var það áttir þú ekki afmæli í jan eða var það Heimir??? Man þetta nú ekki alveg ;)
Gangi ykkur vel með litla kallinn hann hristir þetta vonandi af sér fljótt.
Kv.
H
Æ elsku kallinn, vonandi batnar honum sem fyrst. Heyrumst, Guðrún
ÆÆÆÆÆ hvað minn er lasinn. Gefðu honum koss frá ömmunni á Bifröst.
Vonandi batnar litla manni fljótt, hann er ekkert smá flottur í nýjasta barnalandsalbúminu hjá ykkur, hvert ameríkudressið á fætur öðru, ekkert smá flottur, algjör töffari.
SÁ
1. í nýju lífi...? það fyrsta sem óla datt í hug var að þú sért ólétt inga mín! hmmm...við krefjumst betri útskýringa! ;)
og LITLA SKINNIÐ!!! litli dúllurassinn kominn með RS :/ oh, ömó!!! vonandi jafnar hann sig fljótt...við sendum amk mega batnaðarkveðjur til hans!
knús frá okkur
***
Knús og kossar til litla mannsins...ekki beint samur við sig af myndinni að dæma!!! Vonandi fer þetta að líða hjá.
Hvað segir annars með 1. í nýju lífi. Þýðir ekki að setja svona inn án frekari skýringa! ;)
Kv. Harpa
Skrifa ummæli